Útköll í heimahús vegna hávaða

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Laust fyrir miðnætti voru þrír handteknir grunaðir um eignaspjöll í hverfi 105 og í sama hverfi var tilkynnt um brotna rúðu í fyrirtæki.

Um áttaleytið í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í hverfi í Kópavogi.

Alls voru fjórar bifreiðir stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is