Dísa farin til dýpkunar

Herjólfur siglir inn í Landeyjarhöfn.
Herjólfur siglir inn í Landeyjarhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra.

Ljóst er að Dísa, dýpk­un­ar­skip Björg­un­ar, þurfi einhverja daga til dýpkunar og gagnrýndi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hægagang Björgunar í samtali við Eyjar.net.

„Við erum kom­in í síðustu viku apríl-mánaðar og enn bíðum við þess að höfn­in opni. Það er sér­stak­lega baga­legt þegar að gluggi opn­ast til dýpk­un­ar - þá eru menn ekki einu sinni á tán­um - til­bún­ir með áhöfn,“ var meðal annars haft eftir Írisi.

Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, sagði í samtali við mbl.is að aðstæður væru krefjandi en menn væru klárir og hafist yrði handa við að dýpka höfnina.

„Mér sýnist útlitið vera þokkalegt næstu daga og vonandi næst sá árangur sem þarf til að hægt að sé að opna höfnina fyrir Herjólfi,“ sagði Lárus.

mbl.is