Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

mbl.is/Hjörtur

Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi farið inn í húsið. Ekki sé sjáanlegur eldur í húsinu en hann logi milli veggja.

Pétur vonast til að vinna við að ráða niðurlögum eldsins gangi hratt og örugglega fyrir sig en viðbúið sé að það þurfi að rífa niður veggi til að komast að eldinum.

Aðspurður telur Pétur líklegt að eldurinn hafi átt upptök sín í kamínu.

mbl.is