Kveðst hafa haft samráð við AFL

Kvíar Fiskeldis austfjarða
Kvíar Fiskeldis austfjarða mbl.is/Helgi Bjarnason

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku.

„Við buðum þeim að vera með okkur á fundunum þegar við vorum að kynna þessar breytingar og þeir kusu að koma ekki,“ segir hann. Hann segir að félagið hafi verið í sambandi við stéttarfélagið og því furði hann sig á viðbrögðum AFLs.

„Hann fullyrðir að við höfum ekki verið í sambandi við stéttarfélagið, en það er bara ekki rétt,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða.
Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða. Mynd / Fiskeldi Austfjarða

„Þetta hefur ekkert með þennan lífskjarasamning að gera. Við munum fylgja honum og hækka launin í takt við það sem hann kveður á um,“ segir hann. Hann segir ekki rétt að þessar breytingar muni vatna út umsamdar launahækkanir.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, segist ætla að kanna málið í vikunni og tjá sig frekar um það ef hann sér tilefni til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert