Ofurölvi við verslun

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 (Breiðholtinu) síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna.

Síðdegis í gær hafði lögreglan afskipti af einstakling í hverfi 108 (austurbæ Reykjavíkur) en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og einhverjir voru bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

mbl.is