Segir íbúum haldið í gíslingu

Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Þetta kemur fram á vef Eyja.

Þar kemur fram að ljóst sé á þessari mælingu að Björgun þarf einhverja daga til dýpkunar á svæðinu, en Dísa, dýpkunarskip Björgunar er enn við bryggju í Eyjum þrátt fyrir að skilyrði hafi verið síðan í gærkvöldi til dýpkunar á svæðinu. 

Samkvæmt ölduspánni á að vera hægt að dýpka höfnina til miðvikudags, en þá á ölduhæðin að hækka aftur til skamms tíma.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir í samtali við Eyjar.net að staðan sé afleidd. „Við erum komin í síðustu viku apríl-mánaðar og enn bíðum við þess að höfnin opni. Það er sérstaklega bagalegt þegar að gluggi opnast til dýpkunar - þá eru menn ekki einu sinni á tánum - tilbúnir með áhöfn. Þá lá fyrir að ölduspáin færi niður í gær, og því engin afsökun að vera ekki með allt klárt eftir brælustopp í á aðra viku. Okkur er hreinlega haldið hér í gíslingu”. segir Íris.

Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, segir á vef Björgunar í svari frá því í mars:

„Vegna umræðu um framgang dýpkunar við Landeyjahöfn og þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á fyrirtækið að undanförnu er eftirfarandi komið á framfæri.

Frá því viðhaldsdýpkanir fyrir Landeyjahöfn 2019–2021 voru boðnar út í haust og gengið til samninga við Björgun um verkefnið hafa ýmsir gagnrýnt Vegagerðina harkalega. Þá hafa einhverjir valið að gagnrýna Björgun fyrir frammistöðu við dýpkanir á þeim árum sem fyrirtækið og starfsmenn þess sáu um verkefnið. Síðustu daga hafa Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, Páll Magnússon þingmaður og fleiri lýst vonbrigðum með framgang dýpkunarinnar og um leið hafa komið fram rangfærslur, samanburður við fyrri verktaka og fullyrðingar sem hvorki standast né eru málefnalegar.

Af umræðu í kjölfar fyrrnefnds útboðs má draga þá ályktun að lítið samráð hafi verið haft við heimamenn í Eyjum um þjónustustig vegna siglinga í Landeyjahöfn og tilhögun verksins sem Vegagerðin bauð út. Þar má til dæmis nefna að ekki var farið fram á að skip verktaka kæmu að dýpkunum yfir vetrarmánuðina þegar aðstæður gefast. Það olli greinilega miklum vonbrigðum.

Mjög eðlilegt er að Vestmannaeyingar vilji að Landeyjahöfn nýtist fyrir siglingar allt árið um kring en frá upphafi hefur höfnin ekki staðist slíkar væntingar. Fjárfesting í nýjum Herjólfi, nýframkvæmdir við höfnina, dælubúnaður á landi og áframhald viðhaldsdýpkana með dæluskipum koma vonandi til með að bæta þessar samgöngur og auka tíðni siglinga. Enginn breytir þó stöðu landsins, veðri, sjávarföllum eða stýrir sandburði. Aðstæðurnar eru og verða krefjandi.

Vegna umræðu um stöðu og framgang dýpkunarframkvæmda nú í mars og eftir mælingar Vegagerðarinnar þann 18. mars bendir Björgun á að samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Vegagerðarinnar hefur Herjólfur áður siglt um höfnina við það dýpi. Eðlilega er það samt undir stjórnendum Herjólfs komið hvenær siglt verður til Landeyjahafnar.

Þá daga sem gefist hafa til dýpkunar það sem af er marsmánuði hefur áhöfn dýpkunarskipsins Dísu dælt tæplega 30 þúsund rúmmetrum úr höfninni. Afkastagetan er í samræmi við uppgefnar forsendur í tilboðsgögnum. Frátafir hafa verið verulegar vegna ölduhæðar, öldulengdar og dýpis miðað við stöðu sjávarfalla. Dýpkun hefur alls staðið í 136 klst., þar sem mesta ölduhæð var 2,3 metrar.

Gröfupramminn Reynir og efnisflutningapramminn Pétur Mikli eru til taks í Þorlákshöfn og verður Reynir dreginn í Landeyjahöfn um leið og aðstæður leyfa. Fráleitt er að halda því fram að nú hafi Vegagerðin forsendur til riftunar á verksamningnum við Björgun. Vísað hefur verið til þess að á sama tíma í fyrra hafi skip Jan De Nul staðið sig betur og höfnin verið opnuð fyrr. Gögn um ölduhæð sýna að aldan var undir 1,3 metrum í 191 klukkustund 2.-12. mars 2018. En frá 6. til 18. mars á þessu ári hafa þær aðstæður aðeins varað í 46 klukkustundir. Á þessu er mikill munur og því rangt að halda því fram að aðstæður hafi verið prýðilegar í 10 daga eins og Páll Magnússon kallar það. Rétt er að tillit sé tekið til aðstæðna og að virðing sé borin fyrir mati skipstjórnarmanna á aðstæðum hverju sinni.

Björgun stóðst samanburð við hollenska fyrirtækið Jan De Nul samkvæmt útboðsgögnum. Hollenska fyrirtækið var vissulega með stærra skip að störfum við dýpkunina, en Björgun hefur hins vegar fleiri skip og mjög mikil afköst þegar skilyrði eru fyrir hendi. Páll Magnússon fullyrti á alþingi að skip Jan De Nul væri fimm sinnum stærri og því haldið að skipið skilaði þar með fimm sinnum meiri afköstum, en samkvæmt áreiðanlegum gögnum er það fjarri lagi. Skylt var að gefa upp afkastagetu í útboðsgögnum þó öðru sé haldið fram.

Björgun leggur metnað í að opna Landeyjahöfn sem allra fyrst. Starfsmenn Björgunar hafa mikla reynslu við dýpkanir og þekkingu á aðstæðum í Landeyjahöfn og gera sitt besta. Eðlilegt er að ætlast til þess að þeir sem láta sig málið varða, sér í lagi kjörnir fulltrúar fari ekki fram úr sér í umræðunni með rangfærslum og niðrandi ummælum.“

mbl.is

Innlent »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...