Eldur í lyftu fjölbýlishúsi í Árbæ

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fimmta …
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fimmta tímanum vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ. mbl.is/Eggert

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan fjögur vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ. Eldurinn kom upp í lyftu í húsinu. 

Tilkynning barst um svartan reyk sem lagði frá fimmtu hæð hússins. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra kom eldurinn upp í stjórnbúnaði lyftunnar og var um minniháttar atvik að ræða en til að gæta fyllsta öryggis var allt tiltækt slökkvilið kallað út.

Búið er að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn frá tveimur starfsstöðvum vinna að því að loft- og reykræsta í húsinu. Íbúar hússins voru ekki í hættu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Eldur kom upp á fimmtu hæð hússins og mikinn reyk …
Eldur kom upp á fimmtu hæð hússins og mikinn reyk lagði frá svölum íbúðarinnar. mbl.is/Eggert
Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var um minniháttar atvik …
Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var um minniháttar atvik að ræða en talið var í fyrstu. mbl.is/Eggert
Frá Vallarási í dag. Íbúar hússins voru ekki í hættu …
Frá Vallarási í dag. Íbúar hússins voru ekki í hættu þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Árbæ síðdegis. mbl.is/Eggert
mbl.is