Embætti landlæknis flýr frá Barónsstíg

Embættið flytur starfsemi sína á Rauðarárstíg 29. apríl næstkomandi og …
Embættið flytur starfsemi sína á Rauðarárstíg 29. apríl næstkomandi og því verður embættið lokað þann dag Ljósmynd/Embætti landlæknis

Embætti landlæknis flytur starfsemi sína frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg á Rauðarárstíg 10. Um er að ræða tímabundið húsnæði fyrir starfsemina en mygla í húsnæði embættisins á Barónsstíg er ástæða flutninganna.

Embættið flytur starfsemi sína á Rauðarárstíg 29. apríl næstkomandi og því verður embættið lokað þann dag. Opnað verður á nýjum stað þriðjudaginn 30. apríl að Rauðarárstíg 10, 2. hæð. Afgreiðslan er opin kl. 10:00-16:00.

Framkvæmasýsla ríkisins auglýsti eftir framtíðarhúsnæði fyrir embætti landlæknis þann 5. apríl síðastliðinn.

Ágrein­ing­ur um or­sak­ir myglu

Óháður matsmaður sem skoðaði hús­næði embætt­is land­lækn­is við Baróns­stíg vegna gruns um myglu skilaði áliti sínu í byrjun apríl. Alma D. Möller, land­lækn­ir, kvaðst þá ekki geta tjáð sig um inni­hald skýrsl­unn­ar og að á næstu vik­um myndi skýr­ast hver næstu skref yrðu í hús­næðismál­um embætt­is­ins.

Ágrein­ing­ur er milli land­læknisembætt­is­ins og eig­anda húss­ins um or­sak­ir mygl­unn­ar. Fyrr­nefnd­ur matsmaður er sá þriðji sem kallaður er til að rann­saka hús­næðið með til­liti til raka­skemmda og myglu. Áður höfðu bæði eig­andi hús­næðis­ins og land­læknisembættið fengið fyr­ir­tæki til þess að rann­saka hús­næðið og þær niður­stöður stönguðust á. 

Þriðjung­ur starfs­manna land­læknisembætt­is­ins hef­ur fundið fyr­ir áhrif­um myglu í hús­næðinu að Baróns­stíg. Þeir þurftu ým­ist að færa starfs­stöðvar inn­an­húss eða flytja í aðrar bygg­ing­ar. Hafa nokkr­ir starfs­menn embætt­is­ins fengið starfs­stöð í heil­brigðisráðuneyt­inu.

Embætti landlæknis flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í næstu viku …
Embætti landlæknis flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í næstu viku vegna myglu í húsnæðinu. Starfsemin flyst tímabundið á Rauðarárstíg 10. Ljósmynd/Kristinn Ingason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert