14,9% í Verkalýðsfélagi Grindavíkur greitt atkvæði

Um 800 félagsmenn eru í Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Um 800 félagsmenn eru í Verkalýðsfélagi Grindavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

14,9% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur höfðu greitt atkvæði um nýjan kjarasamning kl. 11.30 í dag. Alls greiða um 800 atkvæði um samninginn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Hægt er að greiða atkvæði til kl. 16 í dag.  

Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur bindur vonir við að um 20% taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Hann bendir á að það gæti gerst og minnir á að hægt er að greiða atkvæði til klukkan 16 í dag. Hann telur þó ólíklegt að þátttakan taki kipp það lita sem eftir er.

„Það er ekki einhlít skýring á því,“ segir hann spurður hvers vegna hann telji þátttökuna ekki betri en raun ber vitni. Hörður segir að reynt verði að rýna í það.

Hann telur ólíklegt að atkvæðagreiðslan hafi farið framhjá félagsmönnum. Hún hafi verið vel kynnt fyrir þeim þegar kjarasamningar lágu fyrir meðal annars á kynningarfundi. Eftir hann hafi margir greitt atkvæði.  

Talsvert rennirí hefur verið á skrifstofu verkalýðsfélagsins frá því opnað var fyrir atkvæðagreiðsluna 12. apríl og fólk óskað eftir aðstoð við að komast í tölvu. 

Á morgun verður greint sameiginlega frá niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um lífskjarasamningana hjá öllum stéttarfélögunum. 

Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert