Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin

Hreiðar Her­manns­son, hót­el­stjóri Stracta Hotels.
Hreiðar Her­manns­son, hót­el­stjóri Stracta Hotels. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búið er að útbúa leiðaráætlun fyrir nýtt flugfélag sem Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, er í forsvari fyrir. Hann segir vinnu í fullum gangi en ekki sé hægt að gefa upp tímasetningu á því hvenær rekstur geti hafist.

Hreiðar sagði á dögunum að forgangsmál ætti að vera að koma öðru lággjaldaflugfélagi á kortið eftir gjaldþrot WOW air. Hann vill ekki gefa upp hverjir séu með sér í undirbúningsvinnunni, en um sé að ræða fólk sem hafi unnið hjá WOW.

„Þetta er fámennur hópur núna meðan verið er að koma þessu á laggirnar. Það gerist ekkert í því fyrr en allt liggur fyrir, því til að byrja með eru málin afgreidd maður á mann. Þeir sem eru að vinna þetta er allt reynslumikið fólk frá WOW air. Fólk sem þekkir alla hluti til flugrekstrar, flugmenn og aðrir sem voru í þessu. Fólk af bestu gerð,“ segir Hreiðar við mbl.is.

Hreiðar segir að Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, hafi enga aðkomu að málinu og ekki sé unnið eftir því að endurreisa félagið. Um sé að ræða nýtt félag sem myndi sækja um nýtt flugrekstrarleyfi.

„Það er búið að gera leiðaráætlun, sem miðar við að koma tveimur vélum í loftið í byrjun. Það er til þessara helstu borga; Köben og London, og svo Alicante og Tenerife á nóttunni. Síðan eftir ár er stefnt að því að koma fjórum vélum í loftið og horfa þá kannski til Bandaríkjanna,“ segir Hreiðar, en áhersla sé lögð á að hafa allt með einfaldasta móti.

„Þetta er lággjaldaflugfélag, sem er með eins einfalda uppbyggingu og hægt er. Sæti eru seld á því verði sem skilar ásættanlegum rekstrarafgangi. Það verður lítil breidd í aukahlutum sem hægt yrði að kaupa, svo sem sætum eða slíku. Allt verður með hinu einfaldasta móti.“

Hreiðar er eigandi Stracta Hotels á Hellu.
Hreiðar er eigandi Stracta Hotels á Hellu. Ljósmynd:Erling&Silla;

Allir Íslendingar hafa hagsmuni að gæta

Erfitt er að gefa upp nákvæma tímasetningu á því hvenær hægt er að hefja rekstur, þar sem vont væri að lofa einhverju og þurfa svo að bakka með það, að sögn Hreiðars. Fólk þurfi að trúa á félagið frá byrjun. Hvað fjárfesta varðar segist Hreiðar ekki vera kominn með þá að borðinu.

„Ég voga mér ekki að biðja nokkurn mann um hlutafé fyrr en ég get lagt spilin á borðið. En það er ólíklegasta fólk sem hefur sagt við mig að það sé tilbúið að leggja fé í þetta. Ég vil samt ekki biðja neinn um neitt fyrr en allt liggur fyrir. Það eru engar tölur á borðinu, en mikill áhugi,“ segir Hreiðar.

Þá séu engir fleiri úr hótelgeiranum með í undirbúningsvinnunni, en Hreiðar vonar að sem flestir muni svo koma í lið með félaginu.

„Allir Íslendingar eru hagsmunaaðilar. Svo er að velja úr hverjir hafa hug á að veita þessu brautargengi með hlutafé. Þá er ég að hugsa um fyrirtæki og ferðaaðila sem nota mikið flugsamgöngur til þess að koma í lið með okkur og fá meiri möguleika inn og út úr landinu,“ segir Hreiðar.

Hlutirnir eins einfaldir og hægt er

Hann vill ekki segja hvað hann hafi lagt mikið fjármagn til undirbúningsvinnunnar sem nú er í gangi.

„Ég spái ekkert í því. Það eina sem kemst að hjá mér er að einhver geri þetta og að þetta komist af stað. Það eru engir hagsmunir í þessu hjá mér aðrir en bara almennir hagsmunir að reyna að auka fjölbreytni á sætum inn og út úr landinu. Ég er í forsvari og vil gera þetta þannig að allt sé byggt á staðreyndum en engum ágiskunum. Hlutirnir eiga að vera eins einfaldir og hægt er. Þó verðlagið verði hagstætt þá muni reksturinn verða í góðum málum,“ segir Hreiðar.

Hann segist ekki vera kominn í samband við leigusala á flugvélum, en á ekki von á því að það verði vandamál.

„Það verður ekki hindrum. Það virðist vera talsvert umfram framboð á leiguvélum og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því atriði,“ segir hann, en ekki er víst hvort um verði að ræða Airbus eða Boeing-vélar.

„Það er ekki algjörlega búið að negla það niður. Nú er verið að bera saman rekstrarkostnaðinn og leiguverðið þar á móti. Það liggur ekki alveg fyrir, en það sem af er virðist sem Airbus sé nær því,“ segir Hreiðar.

Vildi helst nafnið Air Stracta

Aðspurður hvort komið sé nafn á nýja félagið segir hann svo ekki vera. Helst vilji hann að það heiti Air Stracta, eins og hótelið sem hann rekur á Hellu.

„Margir spá í því af hverju ég valdi það, en það er latneskt orð og mjög gott að segja það á öllum tungum. Nafnið þýðir velgengni og þar sem ég hef notað það hefur það virkað vel. En svo þegar koma fleiri að mun ég ábyggilega ekki fá að láta það heita þessu nafni,“ segir Hreiðar Hermannsson við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...