Lést af völdum listeríusýkingar

Listeríusýking orsakast af bakteríunni Listeria monocytogenes. Bakteríuna má finna í …
Listeríusýking orsakast af bakteríunni Listeria monocytogenes. Bakteríuna má finna í ógerilsneyddri mjólk og afurðum hennar og í hráum fiski. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi.

Fram kom að konan hafði borðað reyktan og grafinn lax um jólin. Eftir rannsóknir var framleiðslu hætt og matvæli framleiðanda innkölluð.

Reyktar afurðir frá framleiðandanum höfðu verið fluttir út til Frakklands en dreifingaraðilum þar var gert viðvart. Ekki hafa borist neinar tilkynningar um sýkingar af völdum bakteríunnar vegna neyslu á íslenskum vörum innan ESB eða EES.

Lister­iamonocy­togenes get­ur or­sakað sjúk­dóm bæði hjá mönn­um og dýr­um og kall­ast þessi sjúk­dóm­ur lister­i­os­is, að því er seg­ir í til­kynn­ingu MAST. Ein­kenni sjúk­dóms­ins eru mild flensu­ein­kenni, vöðva­verk­ir, hiti og stund­um ógleði og niður­gang­ur. Al­var­legri ein­kenni eru heila­himnu­bólga í ung­börn­um, blóðeitrun og þá get­ur lister­i­os­is einnig valdið fóst­ur­láti. Í ein­staka til­fell­um get­ur bakt­erí­an valdið dauða og er þá yf­ir­leitt um að ræða ein­stak­linga með skert ónæmis­kerfi.

Árið 2017 greindust 2.502 tilfelli af listeríusýkingum innan ESB/EES með 14% dánartíðni. Það ár greindust sjö tilfelli af sjúkdómnum á Íslandi. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn.

Sýkingarnar voru taldar af innlendum toga í sex af þessum tilfellum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert