Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

Orri Hauksson, stjórnarformaður Isavia.
Orri Hauksson, stjórnarformaður Isavia. mbl.is/Golli

Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia.

Þetta segir Orri Hauksson, stjórnarformaður Isavia, í samtali við mbl.is, en félagið hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur.

Í fréttatilkynningu Isavia frá 17. apríl kom fram að Björn Óli hefði sagt starfi sínu lausu sem forstjóri og myndi láta þegar af störfum. Heimildir Morgunblaðsins hermdu að Birni Óla hefði verið sagt upp samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins, en Orri segir að Björn Óli hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum.

Mikið hefur verð fjallað um skuldasöfnun Isavia, en fjallað hefur verið um að skuld flugfélagsins WOW air við félagið hafi verið tæplega tveir milljarðar þegar WOW varð gjaldþrota þann 28. mars. Orri segir að brotthvarf Björns Óla tengist því ekki.

„Tilurð þess að hann lætur af störfum á þessum tímapunkti er ekki beintengt því. Það eru miklar breytingar í umhverfi þessa fyrirtækis og þess vegna féllumst við á það í stjórninni að þessi tímapunktur yrði fyrir valinu,“ segir Orri við mbl.is.

Tjáir sig ekki um ummælin

Orri kom fyrst inn í stjórn Isavia á aðalfundi þann 21. mars síðastliðinn og vill lítið segja um hvort hann telji þessa skuldasöfnun vera eðlilega hjá opinberu félagi eins og Isavia.

„Ég kom inn í stjórn og nokkrum dögum síðar var WOW hætt rekstri. Nú er svo verið að leita að nýjum forstjóra og margt í gangi, svo við munum á stjórnarfundi á morgun þurfa að setjast yfir mörg stórmál í umhverfi þessa fyrirtækis. Það er ekkert meira varðandi það sem ég ætla að tala um á þessum tímapunkti,“ segir Orri, og segir ekki vera í sínu hlutverki að tjá sig um hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi hjá Isavia varðandi WOW.

Isavia er enn með vél WOW air kyrrsetta á Keflavíkurflugvelli sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins ALC. Isavia segist í fullum rétti, en ALC krefst þess að fá þotuna. Verður deila þeirra tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Orri vill ekki tjá sig um ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, sem sagði framgöngu Isavia í málinu geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands.

Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Of snemmt að tjá sig um breytingar

Orri kom inn í stjórn Isavia rétt áður en WOW féll og sagði að ný stjórn muni boða breyttar áherslur eftir að Björn Óli lét af störfum sem forstjóri.

„Það eru alltaf áherslubreytingar þegar koma nýjar manneskjur inn. Björn var búinn að vera lengi og taldi réttan tímapunkt til þess að söðla um. Nú hefst bara nýr kafli og það verða alltaf áherslubreytingar með því,“ segir Orri, en of snemmt sé að tala um áherslubreytingar sem fylgja breyttu umhverfi félagsins.

„Ný stjórn hefur ekki haft ráðrúm til þess að móta nýja stefnu eða slíkt, heldur hefur annað verið aðkallandi eins og brotthvarf forstjóra og gjaldþrot eins stærsta kúnnans. Það er of snemmt að tjá sig um hvernig þær verða, enda munu þær líka markast af þeirri manneskju sem kemur inn í þetta lykilsæti. Með nýju fólki kemur ný áferð.“

Keflavíkurflugvöllur eftir framkvæmdir í samræmi við Masterplanið.
Keflavíkurflugvöllur eftir framkvæmdir í samræmi við Masterplanið. Mynd/Isavia

„Masterplan“ gæti tekið breytingum

Árið 2015 kynnti Isavia svokallað „masterplan“ sem er þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til ársins 2040. Þar var gert ráð fyrir 14 milljónum farþega um völlinn árið 2040, en fyrsti áfangi átti að kosta um 70 til 90 milljarða króna.

Miðað við þær breytingar sem hafa orðið í flugrekstri hér á landi síðustu vikur og mánuði, mun þessi risaáætlun Isavia verða tekin til endurskoðunar?

„Öll plön sem taka til fjárfestinga upp á tugi eða hundruð milljarða þurfa að byggjast á nýjustu og bestu upplýsingum um rekstrarumhverfi. Þau plön sem gerð hafa verið í fortíðinni verða ekki keyrð áfram á sjálfstýringu þegar umhverfið þróast eins og það hefur gert,“ segir Orri.

Hefur þá verið rætt um að endurskoða þessa áætlun?

„Það er ekki eins og nein smáatriði hafi verið greypt í stein, heldur er þetta lifandi áætlanagerð sem tekur mið af nýjustu upplýsingum,“ segir Orri Hauksson, stjórnarformaður Isavia, í samtali við mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...