Sóttu veikan sjómann

mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Sjúkraflugið gekk vel og er sjómaðurinn kominn á Landspítalann, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is