„Þátttakan er allt of léleg“

Félagsmenn Eflingar í kröfugöngu í byrjun marsmánaðar.
Félagsmenn Eflingar í kröfugöngu í byrjun marsmánaðar. mbl.is/​Hari

Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 í dag. Kosningin er rafræn en langmest er af utankjörfundaratkvæðunum. 

„Þátttakan er allt of léleg. Það er óskiljanlegt að félagsmenn láti sig ekki varða meira um kjarasamninga sem þeir eiga að vinna eftir. Þetta er ótrúlegt sinnuleysi sem ekkert lát viðist vera á,“ segir Þórir Guðjónsson starfsmaður Eflingar. Í því samhengi bendir hann á að kosningin ætti ekki að hafa farið fram hjá fólki því hún hafi talsvert verið auglýst auk þess sé hún á heimasíðu félagsins.  

Félagsmenn hafa enn tíma til stefnu að kjósa en Þórir segir engan „æsing“ í atkvæðagreiðslunni eins og staðan er núna. Hann reiknar þó með að staðan eigi eftir að lagast aðeins í lok dags þegar atkvæðin verða talin.

Klassískt áhugaleysi“  

„Það er búið að velta þessu fyrir sér. Það er þetta klassíska áhugaleysi og fólk hugsar kannski með sér að það hafi engin áhrif þó ég greiði atkvæði,“ segir Þórir spurður út í dræma kjörsókn. 

Ástæðan gæti legið í því að Efling sé fjölmennt en rúmlega 19 þúsund félagsmenn eru í stéttarfélaginu. „Þegar félögin eru minni verði nándin fyrir vikið meiri og auðveldara að ná til fólks,“ segir Þórir um mögulega ástæðu.  

Þórir bendir á að áhugi félagsmanna á kjaraviðræðunum hafi verið of lítill að hans mati. Til að mynd hafi ekki verið full mæting á vikulega fundi með samninganefndinni þegar unnið var að kjarasamningunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert