Þarft ekki að kunna neitt til að taka þátt

Einar Bárðarson er klappstýra plokkara og umboðsmaður þeirra. Hann plokkar ...
Einar Bárðarson er klappstýra plokkara og umboðsmaður þeirra. Hann plokkar að sjálfsögðu sjálfur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl.

Sjónum verður beint að Reykjanesbrautinni, Vesturlandsveginum og Suðurlandsvegi. „Það er mjög mikið rusl á þessu svæði. Náttúran tekur svo mikið að sér þarna í öllum dældum í hrauninu. Það er mikið um einangrunarplast og það ætti frekar að banna það en hunda,“ segir Einar og brosir. 

Hann bendir á að þetta svæði sé það fyrsta þegar fólk kemur til landsins og hana aka mörg þúsund erlendra gesta og Íslendinga alla daga ársins. Þess vegna sé sjónum sérstaklega beint að því en plokkað verður alls staðar á landinu. 

Plokkdagurinn tókst vel til í fyrra sem fram fór 22. apríl á degi jarðar. Til að mynda bárust 200 ruslapokar á sorpstöðina í Breiðholti sem var tínt beint úr náttúrunni. „Þá var ekkert stórkostlegt skipulag en það skilaði rosalega miklum árangri,“ segir Einar og bindur vonir við að fleiri taki þátt í ár. Samstarf við fleiri félagasamtök er í ár til að mynda við Ferðafélag Íslands sem meðal annars mannar stöður hópstjóra á nokkrum svæðum en óskað er eftir fleirum. Einnig ætla forsetinn og umhverfisráðherra að taka þátt.  

Einar segir að allir öflugustu plokkarar landsins mæti og vonast til að fleiri plokkarar framtíðarinnar mæti einnig. Veðurspáin er góð fyrir daginn og fólk verður að klæða sig eftir veðri. 

Klappstýra plokkara

„Ætli ég sé ekki umboðsmaður plokkara á Íslandi. Ég er klappstýran þeirra. Þegar ég fylgdist með þeim fylltist ég aðdáunar á því. Það eru margir mikið öflugri en ég og fara miklu oftar að plokka en ég reyni að fara einu sinni í viku,“ segir Einar spurður út í plokkáhugann. 

Hægt er að slást í hópinn með því að finna hópinn á Facebook undir Plokk á Íslandi og gerast meðlimur. 

Viðburðurinn er hér

Á sama tíma og þessi svæði eru þrifin þá vilja plokkarar um leið minna vegfarendur sem skipta hundruðum ef ekki þúsundum á hverjum klukkutíma, á að allir geta plokkað og allir geta tekið þátt í að gera umhverfið og heiminn betri. 

Þannig er hugmyndin að skipta borginni upp í svæði

 • Reykjanesbær svæði 1-5. Ræst af planinu hjá Bónus á Fitjum. 
 • Vogar svæði 1-3 ræst við bílastæði brúna undir brautina að Vogum.
 • Hafnarfjörður svæði 1-3 ræst af bílastæðinu hjá N1 Lækjargötu.
 • Garðabær svæði 1-2 ræst af bílastæði IKEA. 
 • Kópavogur svæði 1-3 ræst af bílastæði Smáralindar. 
 • Reykjavík Elliðaárdalur og Fossvogs svæði 1-3 ræst af bílastæði Sambíóanna. 
 • Reykjavík – Stórhöfði og Árbær 1-3 ræst af bílastæðinu við Select og Ölgerðina. 
 • Reykjavík – Grafarvogur Grafarholt 1-3 ræst af bílastæðinu hjá Húsasmiðjunni. 
 • Mosfellsbær 1-3 ræst af bílastæðinu við N1.

„Plokk á Íslandi leitar að aðilum sem eru tilbúnir í hópstjórn og að því að koma að skipulagi og utanumhaldi. Öllum er velkomið að vera með og mæta í hluta eða í allan daginn. Þetta er skipulagði hluti dagsins en svo má fólk plokka auðvitað þar sem því sýnist og öll sveitarfélög. Vinnustaðir og hagsmunaaðilar gætu einnig nýtt daginn til vitundarvakningar. 
Öll sveitarfélög, félagasamtök, flokkar, mafíur og útskriftarárgangar mega taka þátt, stofna viðburð, tengja Plokk á Íslandi og vera með. Því fleiri, því hreinna :-)“

Leiðbeiningar frá aðstandendum Plokks á Íslandi

 1. Klæða sig eftir veðri 
 2. Finna sér „plokku“ eða tínu 
 3. Finna sér poka, helst glæra en Sorpa tekur og flokkar úr þeim eða flokka plast í sér poka og pappa í sér poka. 
 4. Velja einn kílómeter og plokka. 
 5. Plokka milli 10:00 og 16:00. 
 6. Deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #plokk19 og #hreinsumisland
 7. Vera í skýjunum.
Þessi voru dugleg að tína rusla á degi jarðar í ...
Þessi voru dugleg að tína rusla á degi jarðar í fyrra þegar margir plokkarar hreinsuðu landið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...