Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

Hjúkrunarheimilið Seltjörn var tekið í notkun fyrir fáeinum vikum.
Hjúkrunarheimilið Seltjörn var tekið í notkun fyrir fáeinum vikum. mbl.is/Árni Sæberg

Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40.

Þetta segir Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í samtali við Morgunblaðið, en stíft hefur verið auglýst eftir starfsfólki frá því í janúar síðastliðnum.

„Það hefur heldur ekki gengið að fá hjúkrunarnema, ég hélt að við myndum fá þá til okkar í sumar. Maður er orðinn hálfráðþrota eins og staðan er,“ segir Svanlaug.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mönnunarvanda hjúkrunarheimilisins Seltjarnar ekki koma sér á óvart, þörf sé á um 300 hjúkrunarfræðingum til starfa um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »