Afburðanemendur verðlaunaðir

Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar ...
Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum í dag veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi.

Með þessum viðurkenningum vill félagið undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé í senn mikils- og eftirsóknarvert og rannsóknir á háskólastigi á íslenskum bókmenntum og málfræði séu og verði áfram nauðsynlegar undirstöður íslenskrar menningar.

Verðlaun fyrir árangur í íslenskum bókmenntum hlýtur Xinyu Zhang sem nú hefur tekið upp nafnið Halldór.

Halldór stundar MA-nám í íslenskum bókmenntum. Hann er fæddur í Kína en kom til Íslands til að læra íslensku sem annað mál. Hann er nú að skrifa meistararitgerð sína um höfundarverk Fríðu Á. Sigurðardóttur og stefnir á doktorsnám í íslensku. Halldór hefur þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku.

Í viðtali við Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðinu í janúar við Halldór kom fram að hann hóf íslenskunám í Peking og hélt því áfram við Háskóla Íslands 2015, þegar hann fékk styrk frá Árnastofnun og menntamálaráðuneytinu til að læra íslensku sem annað tungumál. Síðan 2017 hefur hann stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við HÍ.

„Ég hef gaman af bókmenntum og þýðingum,“ segir hann lítillátur. Bætir við að hann hafi ákveðið að kalla sig Halldór til þess að einfalda framburð Íslendinga á nafni sínu. „Halldór er auðvitað líka nafn eins stærsta skálds Íslands, já, þannig er ég svolítið bókmenntasnobb,“ segir hann kíminn.

Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að læra íslensku segist hann ekki vita það. „Ég hef ekki enn áttað mig á því. Ég hef oft verið spurður þessarar spurningar en hef aldrei getað svarað henni. Þetta var algjör tilviljun. Í fyrstu valdi ég sænsku sem háskólafag. Ekki varð úr því námi og íslenska var málið, en ég vissi ekkert um þessi tungumál.“

Fyrsta þýðing hans kom út í Kína 2017, fyrir skömmu bættust tvær bækur í safnið, fjórar eru væntanlegar síðar á þessu ári og fleiri eru í farvatninu.

Næsta verkefni fyrir utan það sem áður hefur verið nefnt er þátttaka í viðamiklu þýðingaverkefni. Halldór segir að stefnt sé að því að þýða 50 til 70 skáldsögur frá Norðurlöndum á kínversku og hann hafi hug á því að þýða um tíu íslenskar bækur á næstu fimm til sex árum. „Ástin fiskanna, Meðan nóttin líður og Riddarar hringstigans eru hluti þessarar ritraðar, en síðan langar mig til þess að þýða nokkur módernísk verk eftir höfunda eins og Thor Vilhjálmsson og Svövu Jakobsdóttur, höfunda sem Kínverjar hafa ekki kynnst vel.“

Verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði hlýtur Ásbjörg Benediktsdóttir. Ásbjörg stundar MA-nám í fjarnámi og hefur gert alla tíð meðfram kennslu. Ásbjörg er búsett í Eyjafirði og stefnir á að ljúka meistaranáminu 2021. Áhugi Ásbjargar beinist helst að  setningafræði og hefur hún upp á síðkastið verið að skoða nefnifallshneigð í þolmynd.

Í tilkynningu kemur fram að mikil breyting hefur orðið á stöðu íslenskunnar við Háskóla Íslands á síðustu árum. Sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem stunda nám í íslensku sem annað mál. Nemendum sem leggja stund á íslensk fræði, bæði bókmenntir og málfræði, hefur á hinn bóginn heldur fækkað. Vonir standa til að sá mikli meðbyr sem er með íslenskri tungu um þessar mundir snúi þeirri þróun við.

Viðgerð á Flateyjarbók kostar 5 til 7 milljónir króna.
Viðgerð á Flateyjarbók kostar 5 til 7 milljónir króna. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Viðgerð Flateyjarbókar viðamesta verkefni undanfarinna ára

Helstu verkefni Vinafélags Árnastofnunar undanfarin ár hafa verið fjáröflun vegna viðgerðar á handriti Flateyjarbókar, eins merkasta handrits Íslendinga, og stendur sú viðgerð nú yfir. Talið er að hún muni kosta á bilinu 5–7 milljónir króna þegar allt er talið. 

Eins hefur félagið unnið að undirbúningi heimildarmyndar um Flateyjarbók, tilurð hennar og sögu og fjármagnað kvikmyndatökur af viðgerð bókarinnar en þær myndir sem þar fást veita einstaka sýn á það hvernig hægt er að halda við menningarverðmætum eins og þessum. Þá stóð félagið í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar m.a. fyrir myndvarpagjörningi á Vetrarhátíð í fyrra og varpaði nokkrum íslenskum nýyrðum tengdum tölvutækni á húsvegg atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Skúlagötu. Gjörningurinn fékk styrk úr Málræktarsjóði.

Vinafélag Árnastofnunar var stofnað síðasta vetrardag árið 2016. Félagar eru tæplega 500 talsins. Félaginu er ætlað að styðja við starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og halda á lofti margþættu hlutverki hennar á sviði íslenskra fræða, m.a. með því að styrkja skýrt afmörkuð verkefni á vegum stofnunarinnar, standa að viðburðum og veita árlega viðurkenningu til meistaranema við háskóla.

Félagsmenn telja að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé ein af grunnstoðum íslenskrar menningar og beita sér fyrir því að handritin, helstu menningarverðmæti þjóðarinnar, sem eru á heimslista UNESCO yfir Minni heimsins, verði gerð sýnileg almenningi. 

mbl.is

Innlent »

Stefnt fyrir 42 milljóna fjársvik

09:07 Karl­manni, sem dæmd­ur var í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa fengið 87 ára gaml­an Alzheimer-sjúk­ling til að milli­færa á hann 42 millj­ón­ir, hefur verið stefnt af erfingjum mannsins. Hinn dæmdi er talinn hafa flutt lögheimili sitt til Þýskaland og hefur ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

08:53 Íslenska ríkið hefur slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu, segir að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »

Átt þú von á bréfi?

08:37 Á næstu dögum eiga 250 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 21. og 22. nóvember. Meira »

Óvissa um æðarvarp í ár

08:18 „Við höfum ekki séð svipað ástand síðan á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðvarnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfússon, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni. Meira »

Kjararáð braut líklega lög

07:57 „Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um svar fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í blaðinu 25. maí. Meira »

Viðmið ölvunar verði óbreytt

07:37 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur til að fallið verði frá áformum um að lækka leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns og gera það refsivert ef magn vínanda í blóði mælist meira en 0,2 prómill. Meira »

Guðjón hafnaði bótatilboði

07:05 Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Meira »

Slydda fyrir norðan

06:59 Ákveðnar norðlægar áttir og svalt í veðri næstu daga, einkum þó fyrir norðan. Skúrir eða dálítil slydduél á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir. Lægir á uppstigningardag, rofar til og hlýnar heldur. Meira »

Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum

05:30 Fulltrúar minnihlutans í Reykjavíkurborg lýsa sig andvíga hugmyndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð.   Meira »

Opna þrem vikum fyrr en vanalega

05:30 Fyrstu hálendisvegir hafa verið opnaðir fyrir almenna umferð. Er það óvenju snemma.  Meira »

Reiknað með viðræðum í sumar

05:30 Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig. Meira »

Grunsamleg veðmál í fótboltanum

05:30 Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki. Meira »

Ekki horft til 4. orkupakka

05:30 Ekki liggur fyrir „fullnægjandi sviðsmynd“ um það hvernig fari, verði þriðji orkupakkinn samþykktur og sæstrengur lagður í framtíðinni. Þetta segja þingmenn Miðflokksins sem hafa andmælt innleiðingu þriðja orkupakkans undanfarna daga og nætur á Alþingi. Meira »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...