Ferðaþjónustan verður tíma að jafna sig

Áhrifin af gjaldþroti WOW air munu ekki koma fram að ...
Áhrifin af gjaldþroti WOW air munu ekki koma fram að fullu fyrr en í haust. mbl.is/​Hari

Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins.

Kristófer Oliversson, fram­kvæmda­stjóri Center­Hotels og formaður FHG – fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu, segir að sá langi aðdragandi sem var að gjaldþroti WOW hafi ef til vill gefið hótelrekendum tækifæri til þess að undirbúa sig fyrir það hvernig færi. Það sé samt ekki hægt að segja að gjaldþrot WOW hafi reynst minna högg á hótelin en ef til vill hafi verið búist við.

„Auðvitað er mjög alvarlegt að framboð á flugi minnki svona mikið, því það hefur svo mikið að segja. En við vonum að það sé enn eftirspurn og hægt verði að mæta henni smám saman,“ segir Kristófer við mbl.is.

Kristófer Oliversson.
Kristófer Oliversson. Ljósmynd/Aðsend

Í gær bárust fréttir af því að Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, væri vel á veg kominn með stofnun lággjaldaflugfélags. Aðspurður segir Kristófer að ólíklegt sé að fleiri innan hótelbransans geti tekið höndum saman og komið að slíkri fjárfestingu.

„Hótelgeirinn mun aldrei verða neinn stóraðili í því, það er deginum ljósara. Menn eru enn að komast aftur á lappir eftir verkföllin og gjaldþrotið. Það þarf að átta sig á því með hótelgeirann að ef ríkið hækkar skatta og kjarasamningarnir hækka launin á meðan er samdráttur á gestafjölda, þá eru ekki líkur á að hægt sé að gera mikið. Við getum ekki eytt sömu krónunni tvisvar,“ segir Kristófer.

Enginn að fara á taugum strax

Kristófer segir að greinileg dýfa sé í hótelrekstri í apríl og verði áfram í maí vegna gjaldþrots WOW og verkfallsaðgerða. Hvað sumarvertíðina varðar og framhaldið sé þó erfitt að leggja mat á.

„Mér sýnist bókanir ganga ágætlega. Það er enginn að fara á taugum held ég. Menn eru ekki svartsýnir, en þó raunsæir eins og alltaf. Það er ekki sami uppgangur og hefur verið. Jólin eru búin í þessu og nú þarf að þreyja þorrann. Núna er lag fyrir stjórnvöld að taka til hendinni í skuggahagkerfinu og reyna að koma á heilbrigðu rekstrarumhverfi í gistiþjónustunni,“ segir Kristófer Oliversson.

Reiknað er með 12-16% fækkun ferðamanna í ár miðað við ...
Reiknað er með 12-16% fækkun ferðamanna í ár miðað við í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhrifin ekki ljós fyrr en í lok sumars

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir að ferðaþjónustufyrirtæki hafi ef til vill getað undirbúið sig fyrir gjaldþrot WOW air vegna þess langa aðdraganda sem fylgdi þar á undan.

„Þó að niðurstaðan hafi verið vond þá er alltaf betra að fá einhverja niðurstöðu heldur en að vera í óvissu mánuðum saman. Það er erfitt fyrir fyrirtæki að geta ekki gert áætlanir inn í framtíðina. En ég held að flestir hafi verið búnir að meta stöðuna og eru nú farnir að vinna í því inn í sumarið,“ segir Jóhannes.

Hefur höggið þá ef til vill verið minna en búist var við?

„Það fer svolítið eftir fyrirtækjum og mér heyrist það mjög mismunandi hvernig þetta leggst á þau. Sumir virðast komast ágætlega út úr þessu miðað við aðstæður, en aðrir mjög illa. Það fer svolítið eftir því í hvaða bransa menn eru,“ segir Jóhannes.

Ekki sé heldur hægt að fullyrða að áhrifin komi fram með mismunandi hætti eftir landssvæðum.

„Mér sýnist þetta vera heilt yfir voða svipað, en hefur kannski haft einna minnst áhrif fyrir austan enn þá. Á þeim svæðum þar sem eru færri ferðamenn hefur þetta kannski minni áhrif strax, en það sést samt ekki fyrr en í lok sumars hvaða áhrif þetta hefur á endanum,“ segir Jóhannes.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spá 12-16% fækkun ferðamanna

Jóhannes útskýrir að þeir ferðamenn sem koma til landsins á eigin vegum hafi verið þeir fyrstu til þess að afbóka eftir gjaldþrot WOW. Hópar sem koma hingað á vegum ferðaskrifstofa afbóka ekki strax, þar sem skrifstofurnar reyna að finna ný flug þar sem búið er að selja í hópferðirnar. Í einhverjum tilfellum er það ekki komið á hreint enn þá hvort slíkt takist, svo þær afbókanir sem gætu fylgt ferðaskrifstofunum eru ef til vill ekki enn komnar fram.

„Það er mjög erfitt að meta stöðuna eins og hlutirnir standa núna. Ég held við munum ekki sjá fyrr en kannski um miðjan júlí hvaða raunverulegu áhrif þetta muni hafa,“ segir Jóhannes, en ljóst er að fækkun ferðamanna verður töluvert högg.

„Við gerum ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna miðað við árið í fyrra. Það er okkar áætlun. Arion banki spáði um 16% fækkun, svo verið er að horfa á 12-16% fækkun almennt. Þetta verður því töluvert högg,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

mbl.is

Innlent »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »

Eftir að taka skýrslu af 5 farþegum

15:00 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysinu á Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn miðar vel. Búið er að taka skýrslu af öllum farþegum og ökumanni að undanskildum fimm einstaklingum vegna rannsóknarinnar. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...