Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði

Slysið varð með þeim hætti að karlmaður féll fjóra metra …
Slysið varð með þeim hætti að karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. mbl.is/Sigurður Bogi

Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Þetta staðfestir Dag­mar Ýr Stef­áns­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Fjarðaáls í sam­tali við mbl.is en fyrst var greint frá slysinu á vef RÚV.

Lögreglan á Eskifirði var kölluð á vettvang og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Neskaupstaðar og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um líðan hans.

Nokkrar gönguleiðir eru í skautsmiðjunni og eru þær í mismunandi hæð. „Þetta á að vera örugg gönguleið en þarna var eitthvað sem gaf sig,“ segir Dagmar. Slysið hefur verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert