Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Kannski skella sér einhverjir í Nauthólsvík á morgun.
Kannski skella sér einhverjir í Nauthólsvík á morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Rjómablíða verður um mestallt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi.

Áttin verður austlæg, 3-10 m/s. Þurrt að kalla en þokuloft við austurströndina. Bjart í flestum landshlutum en þykknar upp sunnan og austan til og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.

Eins og kom fram fyrr í dag er hitametið á sumardaginn fyrsta í Reykjavík 13,5 gráður frá árinu 1998, og því miklar líkur á því að það verði slegið.

Auk þess gæti aprílmetið í höfuðborginni fallið á morgun en það er 15,2 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert