Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar.

Listamennirnir sem komu fram voru Cell7, Mug­i­son, Svavar Knút­ur, Warm­land, Ragn­heiður Grön­dal, Jón­as Sig, Á móti sól, Svala, Prins Póló, GÓSS, Rock Paper Sisters, Jón Jóns­son og Friðrik Dór og One Bad Day (Ey­vind­ur Karls­son).

Bjart­ir daga hefjast iðulega á síðasta degi vetr­ar og standa í nokkra daga. Dag­skrá­in er fjöl­breytt og á morg­un, sum­ar­dag­inn fyrsta, geta hátíðargest­ir meðal ann­ars farið í menn­ing­ar­göngu um Set­bergið, kíkt á há­degis­tón­leika í Hafn­ar­borg, spreytt sig í kaj­ak­sigl­ing­um hjá Sigl­inga­klúbbn­um Þyt og hlýtt á fjöl­skyldu­dag­skrá á Thorsplani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert