Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna.

Eins og greint var frá fyrir liðna helgi boðaði ÍSAM hækk­un á öll­um vöru­flokk­um verði nýir kjara­samn­ing­ar samþykkt­ir. ÍSAM á m.a. Myll­una, Ora, Frón og Kexsmiðjuna.

Í ályktun Neytendasamtakanna segir að slíkar hækkanir muni leiða til verðbólgu sem aftur vegi að grundvelli kjarasamninga og séu bein ógn við hagsmuni neytenda, launafólks og fyrirtækja.

„Ljóst er að langflestir atvinnurekendur hafa svigrúm til að mæta kjarasamningnum með öðrum hætti en að seilast í vasa neytenda,“ segir í ályktuninni.

Neytendasamtökin hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum til ábyrgra fyrirtækja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert