Kjarasamningar VR samþykktir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.isHari

Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþyktkur með 88,35% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var að sama skapi samþykktur með 88,47% atkvæða.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá VR að 34.070 manns hafi verið á kjörskrá vegna kjarasamningsins við SA og 7.104 hafi greitt atkvæði. Kjörskrá hafi því verið 20,85%. Samtals sögðu 6.277 já við samningnum en 700 nei.

Kjörskrá vegna kjarasamnings VR við FA taldi 1.699 félagsmenn en 451 greiddi atkvæði. Kjörsókn var því 26,55%. 399 félagsmenn sögðu já við samningnum en 47 nei.

Kjarasamningar aðildarfélaga Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA og FA voru að sama skapi samþykkir með miklum meirihluta atkvæða eða með á bilinu 80-100% atkvæða. Kjörsókn var á bilinu 10,6-33,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert