Ánægðastir með Lilju en óánægðastir með Sigríði

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, ...
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, tók við völdum í lok nóvember 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra.

Sigríður steig til hliðar sem dómsmálaráðherra stuttu áður en könnunin var lögð fyrir. 65,8% svarenda voru óánægðir með störf hennar og 51,6% voru óánægðir með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá eru 47,7% óánægðir með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 40,3% óánægðir með störf Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, 30,9% óánægðir með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og 30,7% eru óánægðir með störf Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. 

Flestir kjósendur eru ánægðir með störf Lilju Daggar Aldreðsdóttur en ...
Flestir kjósendur eru ánægðir með störf Lilju Daggar Aldreðsdóttur en óánægðastir með störf Sigríðar Á. Andersen, sem steig til hliðar sem dómsmálaráðherra skömmu áður en könnunin var framkvæmd. Tölfræði/Maskína

Flestir ánægðir með Lilju, Þórdísi og Katrínu 

Fleiri Íslendingar eru þó ánægðir en óánægðir með frammistöðu fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnar Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Auk Lilju Daggar eru 43,2% ánægðir með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 38,6% ánægðir með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, 34% með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis-og auðlindaráðherra og 32,7% eru ánægðir með störf Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar nú en í lok árs 2018. Meiri ánægja er með störf allra ráðherranna nú, að undanskilinni Sigríði Á. Andersen. Mesta aukning ánægju er með mennta- og menningarmálaráðherra þótt fólk hafi einnig verið ánægðast með Lilju Dögg í lok árs 2018.

Töluverður munur er á viðhorfi til starfa ráðherra eftir því hvaða flokk svarendur myndu kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þeir sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð eru ánægðastir með þá ráðherra sem koma úr flokknum, auk Lilju Daggar og það sama má segja um kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem almennt eru ánægðir með störf eiginráðherra.

Kjósendur Pírata eru óánægðari en aðrir með störf Bjarna Benediktssonar, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Ásmundar Einars Daðasonar. Þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna eru óánægðari en aðrir með störf Sigríðar Á. Andersen, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Þá er munur eftir kynjum á viðhorfi til fjögurra ráðherra. Þannig eru karlar ánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en konur en konur eru ánægðari með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar.

Um könnunina: Svarendur voru 848 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu,sem er þjóðhópur fólks (e.panel)sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum,alls staðar að af landinu og 18 ára og eldri.Könnunin fór fram dagana 15.- 27. mars 2019.

mbl.is

Innlent »

Nokkrar gráður gætu lyft snjólínunni

07:00 Áfram verður gott veður í dag á Suður- og Vesturlandi. Það kólnar í veðri um helgina og kuldapollur kemur yfir landið á mánudag og þriðjudag. Hitastig gæti farið nálægt frostmarki með slyddu og gráma í fjöllum fyrir norðan í norðanáttinni sem fylgir. Hiti niður að frostmarki nær frá Tröllaskaga og að nyrstu Austfjörðum. Meira »

Bjarni Ármanns á tindi Everest

06:29 Bjarni Ármannsson er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð á topp hæsta fjalls heims, Everest, en hann náði því takmarki í morgun. Meira »

Stal áfengi en síminn varð eftir

05:59 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað af hóteli í Austurbænum (hverfi 105) um eitt í nótt en þar hafði maður stolið áfengi og hrint afgreiðslustúlku í gólfið. Meira »

Einar Ben á Alþingi

05:33 Þriðju nóttina í röð ræða þingmenn Miðflokksins um þriðja orkupakkann og hefur umræðan farið víða. Á öðrum tímanum í nótt bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upplestri á kveðskap Einars Benediktssonar. Fundi var slitið klukkan 6:01. Meira »

Borgin vill hærri arðgreiðslur

05:30 Svigrúm Faxaflóahafna sf. er mikið til aukinna arðgreiðslna til eigenda. Þetta kemur fram í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Greinargerðin var kynnt á síðasta stjórnarfundi þess. Meira »

Samþykkt í útlöndum, hafnað hér

05:30 „Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabbamein í því.“ Meira »

Ríkið greiðir 1,2 milljarða fyrir hveri

05:30 Ríkinu ber að greiða fyrrverandi sameigendum sínum að hverasvæðinu Geysi í Haukadal um 1,2 milljarða króna, með vöxtum og verðbótum, samkvæmt yfirmati sem gert var á verðmæti eignarinnar. Meira »

Listaverk að seljast fyrir metverð

05:30 Það vakti athygli þegar skúlptúrinn „Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á 11,3 milljarða króna 15. maí. Það var met fyrir verk eftir listamann á lífi. Meira »

80% félagsmanna ASÍ samþykktu

05:30 Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í öllum aðildarfélögum Samiðnar nema Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði. Tæplega 73% þeirra sem þátt tóku samþykktu samningana. Meira »

Tillaga Andrúms vann

05:30 Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan var kynnt 17. maí við opnun sýningar á öllum innsendum tillögum en þær voru 27 talsins frá innlendum og erlendum arkitektum. Meira »

Snjókoma í kortunum um helgina

05:30 Útlit er fyrir norðanátt og slyddu, jafnvel snjókomu um norðaustanvert landið eftir helgi, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.   Meira »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sáttan með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...