Með hníf á lofti og lét sig hverfa

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti.

Maðurinn lét sig hverfa er hann vissi að lögreglan væri á leiðinni og er málið til rannsóknar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld var ekið á hjólandi barn í Kópavogi. Barnið er ómeitt en hjólið illa farið.

Lögreglu barst einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan Gistiskýlið á Lindargötu rétt fyrir klukkan sjö. Þar var einn handtekinn en í ljós kom að hann hafði fyrr um daginn stolið tösku.

Auk þess varð umferðaróhapp við Hörpuna á sjöunda tímanum. Þar hafði bifreið verið bakkað ofan í tjörn.

mbl.is