Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Þrátt fyrir að lífskjarasamningurinn svonefndur hafi verið samþykktur með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins er ein undantekning frá því.

Þannig munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem kusu með samþykkt samningsins og þeim sem kusu á móti henni hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði.

Kjörsókn hjá Öldunni var 11,15% en 520 voru á kjörskrá. Þannig kusu 58 manns og þar af 29 með samþykkt samningsins eða 50% en 28 á móti eða 48,28%.

Einn félagsmaður Öldunnar skilaði auðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert