Vilja nýjan aðila til að annast dýpkun

Sandi dælæt upp úr Landeyjahöfn.
Sandi dælæt upp úr Landeyjahöfn. mbl.is/Styrmir Kári

Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor.

Ekki sé boðlegt að dýpkunaraðili sem sinni verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verði búið við ástandið lengur og aðgerða sé þörf.

Þetta segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri tók þátt í fundinum í síma.

Í ályktun bæjarráðs er lýst vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum hafi mátt vera það fullljóst fyrir fram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert