Reiknar ekki með frekari breytingum

Airport Associates veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli
Airport Associates veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli mbl.is/Eggert

Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air.

Fyrirtækið sagði upp 315 manns í kjölfar gjaldþrots WOW air en 205 var boðin áframhaldandi vinna í kjölfarið. Fríhöfnin, sem heyrir undir Isavia, þarf að grípa til frekari uppsagna en búið var að boða. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir ekkert slíkt á döfinni hjá fyrirtækinu.

„Við buðum 205 áframhaldandi vinnu af þessum 315. Eftir því sem ég best veit þá voru nánast allir sem tóku því,“ segir Sigþór. Nú þegar rykið er farið að setjast eftir gjaldþrotið sé staðan að spilast líkt og búist hafi verð við.

Sigþór Helgi Skúlason forstjóri Airport Associates.
Sigþór Helgi Skúlason forstjóri Airport Associates. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er að spilast eins og við reiknuðum með. Það var mjög lítið sem hægt var að gera fyrir þetta sumar, ég átti ekki von á neinum stórkostlegum kraftaverkum fyrir það,“ segir Sigþór og vísar í möguleikann á því að önnur félög fylli upp í skarðið sem WOW skildi eftir sig.

„Það voru einhverjir sem náðu að bæta við, Transavia og Wizz Air, en það er ekkert sem heitið getur.“

Aðspurður hvort frekari endurskipulagningu sé að vænta hjá fyrirtækinu eftir sumarvertíðina segir Sigþór það ekki á döfinni.

„Ég á ekki von á því að hlutirnir breytist frekar hjá okkur. Þegar þessi félög sem eru hér bara á sumrin hætta þá eru fyrirtæki eins og Easy Jet sem bætir mikið við. Það vegur upp á móti, svo ég á ekki von á neinum breytingum,“ segir Sigþór Helgi Skúlason, forstjóri Airport Associates.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert