SA samþykkti með 98% atkvæða

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/​Hari

Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SA, en samningarnir, sem ganga saman undir nafninu lífskjarasamningurinn, voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta eða 98% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka þykir enn fremur góð eða 74%.

Rafræn atkvæðagreiðsla hófst 16. apríl og lauk klukkan 11 í dag. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.

Kjarasamningarnir við SA voru einnig samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslum innan Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert