Stafræn Sturlungaöld

Áskell Heiðar með skjá sem sýningargestir setja á höfuð sitt …
Áskell Heiðar með skjá sem sýningargestir setja á höfuð sitt og þá opnast þeim ævintýraheimur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland.

„Á tímum Sturlunga vegnaði þjóðinni á margan hátt vel og þetta var sá blómatími þegar þekktustu sögur og fornrit okkar voru skráð. Á hinn bóginn er áhugavert að velta fyrir sér hvað kom af stað langvinnri skálmöld sem endaði með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu til Norðmanna með Gamla sáttmála árið 1262.“

Unnið er þessa dagana á Sauðárkróki að uppsetningu sýningarinnar 1238 – Baráttan um Ísland sem verður opnuð í næsta mánuði. Þar verður í sýndarveruleika hægt að hverfa á vit Sturlungaaldar; tímabils sem sagt er hafa gengið í garð árið 1220 þegar Snorri Sturluson kom frá Noregi til Íslands.

Sjá umfjöllun um sýninguna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »