Stefndi í dræma þátttöku

Takist samningar ekki við Samtök atvinnulífsins gætu um 13 þúsund …
Takist samningar ekki við Samtök atvinnulífsins gætu um 13 þúsund iðnaðarmenn gripið til verkallsaðgerða. Samningafundur er í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag.

Aðalsteinn bendir á að mögulega hafi eitthvað ræst úr kjörsókninni í gær, síðasta daginn sem hægt var að taka þátt í kosningunum, en útlitið hafi ekki verið gott fram að því.

Hann segir vonbrigðin ekki síst mikil þar sem aldrei hafi verið auðveldara að greiða atkvæði en nú. „Þegar menn fá heim til sín öll kjörgögn og geta kosið rafrænt... ef menn nýta sér ekki þann rétt, þá er fokið í flest skjól.“

Aðalsteinn bendir á að mikil vinna liggi að baki gerð kjarasamninga að þessu sinni og því væri æskilegra að fólk nýtti sér kosningarétt sinn til að segja skoðun sína á þeim, hvort sem það væri til að samþykkja þá eða hafna.

Iðnaðarmenn undirbúa verkfall

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið að iðnaðarmenn ætli að gefa viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins tækifæri fram að næstu helgi, en undirbúningur verkfallsaðgerða er þegar hafinn.

Kristján Þórður segir hins vegar að reynt verði til þrautar í vikunni til að sjá hversu langt menn komist í samningsáttina. „Þetta er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir hann.

Þá er sögð ólga meðal hjúkrunarfræðinga, en samningar þeirra losnuðu í mars. Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði í vetur eru aðeins 8% þeirra sátt við laun sín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »