Verið að vinna úr athugasemdum

Vegfarendur þurfa ekki að fara um Ódrjúgsháls og Hjallaháls eftir …
Vegfarendur þurfa ekki að fara um Ódrjúgsháls og Hjallaháls eftir að nýr vegur kemur í gegnum Teigsskóg í Þorskafirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg, samkvæmt þeim áætlunum sem unnið er eftir.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi þannig að veita megi Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegarins um Teigsskóg. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir og viðbótarfyrirspurnir þegar hún fékk tillöguna til afgreiðslu, að því er fram kemur í umfjöllun um vegarlagningu um Teigsskóg í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir þetta smávægilegar athugasemdir og segir hann að Vegagerðin og skipulagsráðgjafar Reykhólahrepps séu að athuga hvort ekki sé hægt að verða við tillögum Skipulagsstofnunar þannig að hægt sé að auglýsa skipulagsbreytinguna án athugasemda. Hann vonast til þess að það mál skýrist á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert