100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

Eyvindur G. Gunnarsson, Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason.
Eyvindur G. Gunnarsson, Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Með útgáfu þriðju kröfuréttarbókarinnar er þar með búið að ljúka við 100 ára yfirferð kröfuréttar á Íslandi.

Fyrsta bindið kom út árið 2009 og fjallaði um efndir kröfu en annað bindið, sem fjallaði um vanefndaúrræði, kom út árið 2011. Kröfuréttur III fjallar m.a. um aðilaskipti að kröfuréttindum og lok þeirra en til viðbótar er umfjöllun um fyrningu og tómlæti.

Réttarframkvæmdin í heild sinni frá stofnun Hæstaréttar

„Við höfum horft yfir sviðið og til allrar réttarframkvæmdar frá stofnun Hæstaréttar árið 1920. Síðan eru nokkrir dómar úr Landsyfirréttinum í þessum þremur bindum en þarna er næstum því 100 ára réttarframkvæmd. Dómaskráin bara í Kröfurétti III er í kringum 500 dómar, þannig að við erum að tala um mörg hundruð dóma Hæstaréttar á sviði kröfuréttar frá 1920 sem hafa verið greindir,“ segir Eyvindur í samtali við Morgunblaðið.

„Það er algjör forsenda þess að geta skrifað heildarúttekt á kröfurétti að fara yfir réttarframkvæmdina og síðan erum við í og með norræna réttarframkvæmd,“ bætir hann við. Lengi vel hefur verið litið til réttarframkvæmdar annars staðar á Norðurlöndunum til að fylla í eyður hérlendis. Eyvindur segir þetta eiga sérstaklega við hvað varðar fyrningarmál hérlendis. „Fyrningarlögin hjá okkur eru mjög ung á mælikvarða kröfuréttar, bara frá 2007. Norðmenn hafa verið með sömu lög síðan 1979. Þá getum við stuðst við réttarframkvæmd þar.“

Handbók fyrir dómara

Þriðja bindið er hugsað til kennslu fyrir laganema en ekki síður er um að ræða handbók fyrir starfandi lögfræðinga og dómara. „Ekki síst út af þessari greiningu á réttarframkvæmdinni,“ segir Eyvindur. Kröfuréttur hefur verið ein af þeim fræðigreinum lögfræðinnar sem hafa reynt mikið á eftir efnahagshrunið. Í bókinni er m.a. fjallað um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu.

„Það var mjög stórt efni í hruninu og nú er búið að greina þessar meginreglur kröfuréttar um viðbótargreiðslu. Það reyndi mjög mikið á viðbótargreiðslu út af endurútreikningi gengistryggðu lánanna. Þá reyndi svo mikið á þessar gömlu meginreglur kröfuréttar sem hafði ekki reynt svo mikið á áður, svo sem fullnaðarkvittun.“

Landsréttur fordæmisgefandi

Þrátt fyrir að mikið reyndi á kröfurétt í tengslum við hrunið stefnir nú í að Landsréttur verði fordæmisgefandi dómstóll á sviði kröfuréttarins. „Það er það sem mun gerast. Það er það sem gerist á Norðurlöndunum þegar Hæstiréttur er farinn að taka færri mál. Þá þarf áfrýjunarleyfi og slíkt. Það sem gerðist á Norðurlöndunum og mun gerast hér er að mun færri mál úr viðskiptalífinu og kröfuréttinum fara upp í Hæstarétt. Ég vona í það minnsta að Hæstiréttur muni taka kröfuréttarmál og mál úr viðskiptalífinu reglulega upp.“

Kennsla í kröfurétti í yfir 100 ár

Fyrstur til að sinna kennslu í kröfurétti á Íslandi var Jón Kristjánsson, sem var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1911 til dánardægurs 1918. Ólafur Lárusson tók síðan við kennslunni, en hann var skipaður prófessor árið 1919 og gegndi því starfi til 1955.

Magnús Þ. Torfason var skipaður prófessor árið 1955 og tók þá við kennslu í kröfurétti af Ólafi Lárussyni og gegndi henni til ársins 1970 þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands.

Gaukur Jörundsson tók við kennslu í kröfurétti af Magnúsi Þ. Torfasyni, en Gaukur var skipaður prófessor árið 1969 og gegndi því starfi til 1992. Þorgeir Örlygsson tók við kennslunni af Gauki. Með Þorgeiri kenndu sem stundakennarar Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson og tóku þeir við kennslunni eftir hann árið 1999 og hafa sinnt henni síðan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....