Framboð án fordæma

Hverfisgata 85-93. Íbúðir í húsinu eru komnar í almenna sölu.
Hverfisgata 85-93. Íbúðir í húsinu eru komnar í almenna sölu. Tölvuteikning/Onno

Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sturla Geirsson, framkvæmdastjóri Rauðsvíkur, meðalverðið um 708 þúsund krónur á fermetra. Verðið sé fyrir breiðan hóp kaupenda sem vilji búa miðsvæðis. Samanlagt söluverðmæti íbúðanna er á fjórða milljarð króna.

Með þessari viðbót á markaðinn eru nú hundruð nýrra íbúða í miðborginni til sölu. Þar af eru 12 íbúðir seldar af 38 á Hverfisgötu 94-96 og 35 íbúðir af 63 á Frakkastígsreit, sem einnig snýr að Hverfisgötu.

Hefja söluna í maí

Þá hyggst Þingvangur hefja sölu á 72 íbúðum á syðri hluta Brynjureits við Hverfisgötu í maí.

Samanlagt eru um 240 íbúðir á þessum fjórum reitum og hefur um fimmta hver þeirra verið seld. Að auki eru enn óseldar 37 íbúðir af 94 í Bríetartúni 9-11, austan Hverfisgötu, og við Lækjartorg var hægt á sölu nýrra íbúða á Hafnartorgi. Þar verða alls um 70 lúxusíbúðir.

Sé þessum tveimur reitum bætt við eru því vel yfir 300 nýjar íbúðir til sölu í miðborginni. Það eru t.d. fleiri íbúðir en í öllu Skuggahverfinu sem byggt var á hálfum öðrum áratug.

Til viðbótar þessum reitum koma um 70 íbúðir við Hörpuhótelið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »