Gæti verið tilbúin árið 2023

Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð …
Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð frá Bankastræti. Tengigangur verður við Stjórnarráðshúsið. Tölvuteikning/Framkvæmdasýsla ríkisins

Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár.

Þetta segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, sem hefur yfirumsjón með verkinu. Hún segir að nú sé verið að semja við arkitektastofuna Kurt og Pí um fullnaðarhönnun verksins. Stofan fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um viðbygginguna, en samningar hafa dregist þar sem framkvæmd samkeppninnar var kærð til kærunefndar útboðsmála. Nefndin hefur nú úrskurðað að ekkert sé í vegi fyrir því að semja við arkitektastofuna.

Viðbyggingin verður um 1.200 fermetrar og á að hýsa flestar skrifstofur forsætisráðuneytisins, fundarými og aðstöðu fjölmiðla. Í tengslum við verkið er gert ráð fyrir því að endurskoðað verði innra skipulag Stjórnarráðshússins og húsið tengt við viðbygginguna, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »