Hjálmar fagnar 100 ára afmæli í faðmi fjölskyldunnar

Hjálmar Sigmarsson.
Hjálmar Sigmarsson.

Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki.

Á annað hundrað manns mættu í afmælisveisluna, mest fjölskylda hans en hann á yfir 90 afkomendur.

Hjálmar var fæddur árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal, fjórði í röð átta bræðra. Flutti á fyrsta ári með foreldrum sínum að Þverá í Hrolleifsdal, síðar að Bjarnastöðum í Unadal og loks á Hofsós og þar ólust bræðurnir upp.

Hjálmar hafði áhuga á búskap og tók þriðjung jarðarinnar Ennis í Hofshreppi á leigu og hóf þar búskap. Hann keypti jörðina Hólkot í Unadal árið 1944, byggði upp jörðina og bjó þar lengst af.

Eiginkona Hjálmars, Guðrún Hjálmarsdóttir, lést á síðasta ári, níræð að aldri. Þau eignuðust 10 börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »