Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Breski rithöfundurinn Ian McEwan er handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness, ...
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness, sem afhent voru í fyrsta skipti í dag. Ljósmynd/Aðsend

Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld.

Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið og verða þau hér eftir veitt á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Væntanlegur til Íslands í september

McEwan gat ekki verið viðstaddur þingið en mun sækja landið heim í september til þess að veita þeim viðtöku. Um sama leyti mun koma út hjá Bjarti þýðing Árna Óskarssonar á nýjustu bók höfundarins, Machines Like Me, sem er nýkomin út á ensku.

Í skilaboðum frá höfundi segist hann vera afar þakklátur fyrir verðlaunin og að hann hlakki til að koma til Reykjavíkur í haust til þess að taka við þeim.

Ferill McEwan spannar nær hálfa öld og eru honum meðal annars veitt verðlaunin þar sem sögur hans spanna vítt svið, frá frekar óhuggulegum sögum úr dimmustu afkimum sálarinnar yfir í breiðari samfélags- og mannlífslýsingar, sögur sviðsettar í samtíma okkar og sögu, á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, tíma kalda stríðsins, tímabili Margrétar Thatchers, tíma loftslagsbreytinga, og oft sögur með knýjandi siðferðislegum spurningum um mátt vísindannna og takmarkanir þeirra.

„Smáa letrið í sálinni“

Fyrstu bækur hans, smásögurnar First Love, Last Rites og In between the Sheets og skáldsögurnar Steinsteypugarðurinn, The Cement Garden, og Vinarþel ókunnugra, The Comfort of Strangers, komu út árunum frá 1975 til 1981 og nýjasta skáldsagan Machines like me er nýkomin út, í apríl 2019 og mun vera væntanleg á íslensku. „Þessar fyrstu sögur vöktu mikla athygli og náðu vel til áhugamanna um nýjungar í bókmenntum. Þar kvað við nýjan tón en um leið vöktu þær harðar deilur. Það voru ekki síst ögrandi viðfangsefnin, efnisval utan alfararleiðar, viðkvæm mál, sem skópu höfundinum sérstöðu. Sagt hefur verið um Ian McEwan að hann haldi sig ekki bara við fyrirsagnirnar í huganum heldur líka smáa letrið í sálinni,“ segir í umsögn valnefndarinnar.

Í umsögn nefndarinnar segir einnig að yfir sögnum McEwan hvíli nútíminn eins og reykur úr verksmiðju. „Og ekki bara reykur heldur loftslag, sérstakt loftslag, andrúmsloft. Stíll­inn er úthugsaður, nákvæmur og skýr, en einkennist um leið af órökrænum skynjunum en slíkar lýsingar eru aldrei úr lausu lofti gripnar heldur greyptar í sálarástand persónanna. Nákvæmni setninganna vegur þungt, skírleiki þeirra og hljómur, í stuttu máli sagt, andrúmsloftið í textanum.  Öllum má vera ljóst að vandi mannlegrar tilveru knýr að dyrum þessa höfundar og hann opnar sig ætíð með óvæntu og nýstárlegu móti.“

Samfelld sigurganga

Barnið og tíminn, The Child in Time, sem kom út árið 1985 markaði nýtt tímabil, tímabil breiðari sagna með sterkari samfélagslegri skírskotun. Meðal þeirra eru njósna- og kaldastríðssögurnar Sakleysinginn, The Innocent, og Svartir hundar, Black Dogs, og Eilíf ást, Enduring Love. Friðþægingin, Atonement, er ein sú frægasta en eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd og fleiri sögur hans hafa verið kvikmyndaðar. Fyrir skáldsöguna Amsterdam fékk hann Booker-verðlaunin.

„Ferill hans hefur verið samfelld sigurganga en hann oft umdeildur og má það heita lífsmark með höfundi. Við verðlaunum hér glæsilegan feril, höfund með mikið erindi,“ segir í umsögn valnefndarinnar.

mbl.is

Innlent »

Konur með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Flott föt, fyrir flottar konur
Ertu á leiðinni í fermingarveislu, útskrift, brúðkaup eða eitthvað annað skemmti...