Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

Bilun varð í vél Icelandair á leið til Arlanda-flugvallar í …
Bilun varð í vél Icelandair á leið til Arlanda-flugvallar í Svíþjóð. mbl.is/Eggert

Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. 

Ekki fengust nánari upplýsingar hjá Icelandair um bilunina.

mbl.is