Bára hlær að kröfum Miðflokksmanna

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Það verður áhugavert að sjá hvað þau hafa um þetta að segja vegna þess að augljós fyrstu viðbrögð eru að kröfur sem þessar eigi alls ekki undir Persónuvernd heldur lögreglu á grundvelli sakamálalaga,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur.

Greint hefur verið frá því að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hafi lagt fram kröfu til Persónuverndar um aukna gagnaöflun vegna Klaustursmálsins.

Þess er meðal annars krafist að upplýsingar verði veittar um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember.

Auður bendir á að krafan hafi komið fram fyrr í mánuðinum og að henni hafi verið svarað. Hún verður tekin fyrir hjá Persónuvernd á mánudag.

Fjöldi fólks studdi Báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember þegar …
Fjöldi fólks studdi Báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember þegar kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi var hafnað. mbl.is/Árni Sæberg

„Maður myndi halda að þingmennirnir vissu betur en að gera þessar kröfur við Persónuvernd sem er sú stofnun sem stendur vörð um einmitt persónuupplýsingar einstaklinga í þessu landi,“ segir Auður.

Hún segir að Bára taki þessu af mikilli ró. „Mér skilst að hún hafi hlegið mikið að þessu og ætli jafnvel að birta bankaupplýsingar til að sýna að hún hafi ekkert að fela.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert