Ekkert fundist sem styður leka til RÚV

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt því sem fram kemur í svari Seðlabanka Íslands til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið farið yfir afrit gagna í tölvupósthólfi Más Guðmundsssonar bankastjóra og pósthólfi fyrrum aðstoðarbankastjóra á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. mars 2012. Sú skoðun hefur ekki leitt neitt í ljós sem „styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar [um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja] og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað.“

Meint upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins varðandi húsleitina hjá Samherja var á meðal þriggja atriða sem forsætisráðherra óskaði sérstaklega eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um frá Seðlabankanum, í kjölfar þess að henni barst greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja hf. 21. febrúar síðastliðinn.

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis beindi því sérstaklega til Katrínar að ástæða væri til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitarinnar.

Hin tvö atriðin sem forsætisráðherra óskaði nánari skýringa á lúta annars vegar að fyrirhugðum úrbótum í stjórnsýslu Seðlabanka Íslands sem boðaðar voru í greinargerð bankaráðs og hins vegar að fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara frá árinu 2014 til gildis refsiheimilda, sem ítarlega var fjallað um í áliti umboðsmanns Alþingis frá 22. janúar.

Bréfaskipti opinberuð síðdegis í dag

Þessum upplýsingum óskaði Katrín eftir 15. mars síðastliðinn og svar barst frá Seðlabankanum 12. apríl, en bréf Seðlabankans er undirritað af seðlabankastjóra og Rannveigu Júlíusdóttur framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Bréfaskiptin á milli aðila hafa nú verið gerð opinber á vef stjórnarráðsins, en þó hafa nöfn lögaðila og einstaklinga verið afmáð úr þeim hluta sem birtur er. Sá hluti svarbréfs bankans, sem lýtur almennt að greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja hf., hefur einnig verið afmáður.

Bréfaskiptin á milli Seðlabankans og forsætisráðherra hafa nú verið gerð ...
Bréfaskiptin á milli Seðlabankans og forsætisráðherra hafa nú verið gerð opinber á vef stjórnarráðsins, mbl.is/Árni Sæberg

„Er það afstaða ráðuneytisins að rétt sé að Seðlabankinn taki afstöðu til þess, ef á reynir, hvort heimilt sé að veita opinberan aðgang að þeim hluta svarbréfsins, sem einkum varðar mál þess tiltekna aðila, með hliðsjón af þagnarskyldureglum sem við eiga, sbr. m.a. 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Sama á við um aðgang að gögnum sem fylgdu svarbréfinu,“ segir á vef stjórnarráðsins, en forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og það hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins.

Svarbréf Seðlabankans til Katrínar er 56 blaðsíður að viðauka meðtöldum, en blaðsíður 31-44 eru algjörlega afmáðar, en þar er fjallað almennt um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands vegna Samherjamálsins og bókanir sem henni fylgdu.

Bréf Seðlabankans til Katrínar 12. apríl

Bréf Katrínar til Seðlabankans 15. mars

mbl.is

Innlent »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »
Golfbílar
Mjög vel útbúnir bílar, með ljósum/háum ljósum, stefnuljósum, flautu, skriðvörn,...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Gistihús / hótel óskast, leiga / kaupleiga
Óska eftir að leigja / kaupleigja gistihús / hótel. Staðsetning skiptir ekki öl...