Hefja lagningu jarðstrengs á Kili

Nýr jarðstrengur mun liggja meðfram Kjalvegi og að Hveravöllum.
Nýr jarðstrengur mun liggja meðfram Kjalvegi og að Hveravöllum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ákvörðun um lagningu rafstrengs í jörð meðfram sunnanverðum Kjalvegi var tilkynnt á fréttamannafundi hjá RARIK nú eftir hádegið. Hann mun liggja meðfram veginum um Kjöl og ná upp að Hveravöllum.

Um er að ræða 24 kV rafstreng í jörð frá Bláfellshálsi norðan við Gullfoss í Árbúðir, Gíslaskála, Kerlingarfjöll og að Hveravöllum. Verkefnið hefur verið nefnt „Orkuskipti á Kili“ og verður stór áfangi í loftslags- og öryggismálum á hálendinu. Strengurinn liggur um 58 kílómetra leið að Hveravöllum, að mestu meðfram Kjalvegi, og um 9 km frá Kjalvegi að Kerlingarfjöllum, samtals 67 km.

Áætlað er að plægja ljósleiðara niður samhliða. Stefnt er að því að hefja lagningu strengsins um mánaðamótin júlí/ágúst í sumar og að verkinu ljúki í haust.

Fyrirhuguð lagnaleið jarðstrengs með Kjalvegi.
Fyrirhuguð lagnaleið jarðstrengs með Kjalvegi. Ljósmynd/Rarik

Veiturafmagn í stað olíubrennslu

Stjórnvöld munu leggja verkefninu til 100 milljónir króna á næstu tveimur árum. Strenglagningin kostar um 270 milljónir króna og til viðbótar kemur um 25 milljóna króna kostnaður vegna spennistöðva og tengibúnaðar við Brúarhvamm austan Geysis. Framkvæmdin er fjármögnuð með tengigjöldum þeirra viðskiptavina, sem nú tengjast, og tekjum af áætlaðri framtíðarnotkun og tengigjöldum, ásamt fyrirheitum um framlög úr ríkissjóði og frá sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi og Húnavatnshreppi.

„Lagning rafdreifikerfis um langar leiðir inn á öræfi er kostnaðarsamt verkefni, auk þess sem flutningsgeta er takmörkuð. Því þarf alltaf að nýta vel alla þá orku sem menn fá aðgang að á hálendinu. Með lagningu jarðstrengs upp á Kjöl fá ferðaþjónustuaðilar, Neyðarlínan og fjarskiptafyrirtæki aðgang að veiturafmagni sem ætti að anna þörf þeirra til næstu framtíðar. Einnig opnast möguleikar á uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla. Þessir aðilar geta þar með valið sér orkusölufyrirtæki til að kaupa raforku af, í stað þess að brenna olíu til raforkuframleiðslu,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar þessum áfanga í loftslagsmálum og greindi frá stuðningi stjórnvalda við verkefnið á fundinum.

„Tími aðgerða í loftslagsmálum er runninn upp. Stjórnvöld sem og samfélagið allt þarf að taka mið af þeirri staðreynd þegar ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á losun. Þannig tryggjum við að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030. Orkuskipti á Kili hafa sannarlega áhrif og þess vegna er ánægjulegt að þessum áfanga er náð.“

Jarðstrengurinn mun auka öryggi með stöðugra sambandi við viðbragðsaðila.
Jarðstrengurinn mun auka öryggi með stöðugra sambandi við viðbragðsaðila. mbl.is/Eggert

90% olíusparnaður hjá Neyðarlínunni

Neyðarlínan hafði forgöngu að samstarfi við RARIK, Bláskógabyggð og tvö ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með rekstur á Geldingafelli, um lagningu rafstrengs frá Brúarhvammi á Bláfellsháls árið 2017. Rafmagnið knýr meðal annars sendistöð Neyðarlínunnar á Bláfelli. Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri segir að framlenging strengsins upp á Kjöl hafi mikla þýðingu.

„Neyðarlínan tekur þátt í þessu verkefni meðal annars til þess að stuðla að orkuskiptum með notkun innlendra vistvænna orkugjafa í stað brennslu jarðefnaeldsneytis. Náðst hefur að draga meir en 90% úr brennslu olíu á fjarskiptastöðvum undanfarin ár, eða sem nemur um 130 þúsund lítrum á ári.

Í öðru lagi er tilgangurinn að auka öryggi í rekstri fjarskipta með tengingu við dreifiveitu rafmagns í stað díselrafstöðva. Með því er dregið úr útföllum og möguleikar auknir á því að ná ávallt í 112. Þar með eru viðbragðsaðilar alltaf í sambandi. Í þriðja lagi er um það að ræða að auka öryggi fjarskipta með lagningu ljósleiðara samhliða rafstrengnum. Þá verður hægt að leggja af rekstur á örbylgjum en hann er erfiður á háfjöllum og truflanir tíðar. Auk þess mun fjarskiptaöryggi aukast verulega með tengingu milli Suður- og Norðurlands.“

Strengurinn byltir rekstri skála

Ferðamannastaðirnir Árbúðir, Gíslaskáli, Hveravellir og Kerlingarfjöll munu strax njóta góðs af rafstrengnum. Frá honum má síðar tengja skálasvæðin Hvítárnes, Þverbrekknamúla, Fosslæk, Leppistungur og Svínárnes með lagningu viðbótarstrengja, kjósi eigendur að farið verði í þær framkvæmdir og leggi í þann kostnað sem því fylgir. 

„Skála og önnur mannvirki við Kjalveg er þá hægt að kynda árið um kring og enginn þarf lengur að koma að þeim köldum og saggafullum utan mesta hlýindatímans. Þetta skapar alveg nýja möguleika og tækifæri fyrir fólk til að njóta útivistar á hálendinu,“ segir Vilborg Guðmundsdóttir frá Myrkholti, sem ásamt Lofti Jónssyni, manni sínum, rekur þrjá skála við Kjalveg undir merkjum Gljásteins ehf.

Ferðamannastaðir í Kerlingarfjöllum eru sagðir strax nóta góðs af jarðstrengnum.
Ferðamannastaðir í Kerlingarfjöllum eru sagðir strax nóta góðs af jarðstrengnum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikilvægt umhverfisverkefni

Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Húnavatnshrepps, hafa allar nýverið samþykkt að taka þátt í lagningu jarðstrengsins með stofnframlögum. Komið hefur fram í umræðum innan þeirra að um sé að ræða mikilvægt umhverfisverkefni sem skapi stóraukna möguleika til orkuskipta, útvistar á hálendinu og hitunar fjallaskála allan ársins hring.

mbl.is

Innlent »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »

Ásetningur „einarður“ og brotin „alvarleg og óvenjuleg“

12:42 Ásetningur karlmanns á þrítugsaldri, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, blekkingu og kúgun er sagður „einarður“ og brotin eru bæði „alvarleg og óvenjuleg,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...