Nýliðinn vetur var afar hlýr

Sumarið heilsaði höfuðborgarbúum með sól og blíðu.
Sumarið heilsaði höfuðborgarbúum með sól og blíðu. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri.

Trausti bendir einnig á þá staðreynd að vetrarmeðalhiti í Reykjavík hefur ekki verið neðan frostmarks síðan 1995, eða í 24 ár.

Síðustu 70 árin hafa ekki nema þrír vetur verið hlýrri (1964, 2003 og 2017), að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag. Ef litið er enn lengra aftur í tímann bætast þrír við (1929, 1942 og 1946) og svo einn á 19. öld (1847).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »