Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

Krafist er afléttingu tolla.
Krafist er afléttingu tolla. mbl.is/Golli

Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks.

Krafa er uppi um afléttingu tolla vegna skorts á kartöflum í viðunandi gæðum, af hálfu Félags atvinnurekenda (FA). Þá hafa talsmenn verslana sagt í fjölmiðlum að gæðin séu ekki næg um þessar mundir og Sölufélag garðyrkjumanna farið fram á afléttingu tolla.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Birkir að kartöflur séu misjafnlega fallegar, en langur vegur sé frá því að þær séu allar ósöluhæfar. „Þetta eru bara annars eða þriðja flokks kartöflur virðist vera,“ segir Birkir um kartöflurnar sem hann fékk til baka. „Síðan voru búðirnar tómar um helgina og það var ekki rætt um lægra verð eða neitt slíkt. Ég sendi kartöflurnar á þriðjudaginn [fyrir páska] og tók þær til baka á miðvikudaginn,“ segir hann. Í febrúar hafi verið hætt að taka við kartöflum af ákveðnum framleiðendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert