Siglfirðingur vann 40 milljónir

Siglfirðingurinn heppni fékk 40 milljónir í sinn hlut.
Siglfirðingurinn heppni fékk 40 milljónir í sinn hlut. mbl.is/Sigurður Bogi

Heppinn Siglfirðingur vann tæplega 40 milljónir skattfrjálst í lottói fyrir tveimur helgum, en hann keypti miðann í verslun Olís á Siglufirði. Tilviljun réð því að miðinn var keyptur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en kaupandinn var að fá sér að borða þegar hann tók eftir að potturinn stefndi í áðurnefnda upphæð og hann ákvað að kaupa miðann.

Haft er eftir vinningshafanum að hann ætli mögulega að nýta vinninginn til að kaupa sér nýjan síma, en gamli sími viðkomandi er bæði orðinn gamall og illa farinn. „En svo ætla ég líka að leyfa fólkinu mínu að njóta vinningsins með mér,” er einnig haft eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert