Valitor „mun væntanlega áfrýja“

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði. Ljósmynd/Valitor

Stjórn Valitor ætlar að fara yfir dómsniðurstöðu héraðsdóms í máli fyrirtækisins og Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell og mun „væntanlega áfrýja málinu til Landsréttar“ að sögn Jónínu Ingvadóttur, deildarstjóra í markaðsdeild Valitor.

Niðurstaða um það mun liggja fyrir í næstu viku, samkvæmt svari Jónínu við fyrirspurn mbl.is.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell samtals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyrirtæka fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga.

„Við mat á fjár­hæð tjóns stefn­enda lít­ur dóm­ur­inn til þess hve lengi lok­un stefnda varði, 671 dag, og til þess hve mik­ill fjöldi greiðslna barst í gegn­um greiðslugátt stefnda þann stutta tíma sem hún var opin og hve háar fjár­hæðirn­ar voru að meðaltali,“ segir í dómi héraðsdóms.

Áður hafði komið fram að forráðamenn fyrirtækjanna sem fóru með sigur af hólmi í málinu fyrir héraðsdómi, væru að íhuga að áfrýja niðurstöðunni, þar sem 1,2 milljarðar króna væru ekki fullnægjandi bætur fyrir það tjón sem Valitor hefði ollið.

Valitor er í eigu Arion banka, sem sendi frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur í málinu féll, síðasta miðvikudag.

mbl.is