Formlegt skipulag skortir

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason mbl.is/Ómar Óskarsson

„Árlega verða ríflega hundrað börn hér á landi fyrir því stóra áfalli að foreldri þeirra fellur frá. Það gera sér fáir grein fyrir þessum fjölda. Hagstofan mun birta þessar tölur sundurliðaðar eftir kyni og aldri. Slíkar tölur hafa aldrei verið teknar saman fyrr. Það er ótrúleg mynd sem birtist,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.

Tilefnið er að áhugahópur um hag barna við fráfall foreldris efnir í dag til málþings um stöðu slíkra barna undir yfirskriftinni Hvað verður um mig? Fer það fram í sal Íslenskrar erfðagreiningar og hefst klukkan 15.

Meðal ræðumanna eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Krabbameinsfélagið og Landspítalinn eru meðal þátttakenda í starfi hópsins.

Jón hefur síðustu ár verið aðalhvatamaður að starfi hópsins. Hann hefur persónulega reynslu af slíkum málum en fyrr á þessum áratug lést dóttir hans eftir erfið veikindi. Hún lét eftir sig ungan dreng, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert