Nafn mannsins sem lést í Mehamn

Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. mbl.is/Sverrir

Íslenski sjómaðurinn sem skotinn var til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur sjómaður. Hann lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.

„Hver einasti maður í Mehamn er í sjokki,“ sagði Sigurður Hjaltested, sjómaður í Mehamn, í samtali við mbl.is í fyrradag. „Við vorum góðir félagar. Þessi drengur var alveg yndislegur og ég get sagt þér að stórt skarð er höggvið í samfélag Íslendinga jafnt og Norðmanna.“

Minningarathöfn um Gísla Þór var haldin í Mehamn á laugardag auk þess sem kirkjan í þorpinu Gamvik var höfð opin. Athöfnin var tilfinningaþrungin, að því er norskir fjölmiðlar höfðu eftir prestinum. „Athöfnin var mjög falleg og þangað komu allir, Íslendingar og Norðmenn. Hann var aufúsugestur á hverju heimili hér,“ segir Sigurður.

Tveir menn, einnig íslenskir sjómenn, voru handteknir vegna dauða Gísla. Er annar þeirra grunaður um morðið og hinn er talinn meðsekur. Lögreglan mun fara fram á að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar þeir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert