„Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB

Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, á ...
Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. mbl.is/Eggert

„Þetta samstarf snýst um það að menn kyngi því súra með því sæta,“ sagði Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann ræddi um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem til stendur að innleiða hér á landi fallist þingið á að aflétta af fálinu stjórnskipulegum fyrirvara. Skúli ritaði álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið um þriðja orkupakkann.

Skúli sagðist telja innleiðingu þriðja orkupakkans nauðsynlega vegna alþjóðasamstarfs sem Ísland tæki þátt í og vísaði þar til EES-samningsins. Hafnaði hann því að eitthvað í þriðja orkupakkanum skyldaði íslensk stjórnvöld til þess að samþykkja lagningu sæstrengs til Evrópu. Sagðist hann ennfremur telja að löggjöfin stæðist þann mælikvarða sem hefði verið mótaður af fræðimönnum til þess að meta hvort löggjöf sem kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn færi í bága við stjórnarskrána. Þar væri hann hins vegar ekki alfarið á sama máli og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður.

Þannig sagðist Skúli þeirrar skoðunar að framsal valds til evrópskra stofnana í gegnum þriðja orkupakkann væri „býsna vel“ skilgreint og ekki of íþyngjandi. Engu að síður lægi fyrir að löggjöfin beindist að mikilvægum og viðkvæmum hagsmunum íslenska ríkisins. „Þetta er ekki eitthvað smælki sem við afgreiðum bara í einhverri léttúð.“ Skúli sagðist ennfremur, ólíkt Stefáni og Friðrik, telja að skilyrði um jafnræði og gagnkvæmi uppfyllt. Að minnsta kosti ekki með lakari hætti en fælist í EES-samningnum sjálfum.

„Það geta ekki verið tveir skipstjórar á sama skipi“

Hins vegar sagði Skúli ljóst að „pólitísk slagsíða“ væri á EES-samningnum sem fælist meðal annars í því að að Íslandi og öðrum EFTA/EES-ríkjum væri gert að taka einhliða upp löggjöf frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn sem þau hefðu mjög takmarkaða möguleika á að fjalla um. Markmið EES-samningsins væri einsleitni. Fyrir vikið ætti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að fylgja úrskurðum framkvæmdastjórnar sambandsins og EFTA-dómstóllinn ætti að horfa til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins sem hann og gerði.

Frá fundinum í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, ...
Frá fundinum í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Gunnþóra Elín Erlingsdóttir nefndarritari, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Smári McCarthy, þingmaður Pírata og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG. mbl.is/Eggert

Varðandi ACER, sérstaka eftirlitsstofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem þriðji orkupakkinn kveður á um sagði Skúli: „Það geta ekki verið tveir skipstjórar á sama skipi þegar kemur að þessum málaflokkum eins og fjármálaeftirliti og þessum raforkumarkaði og ákvarðanir um ágreining um flutning raforku. Við getum bara séð það fyrir okkur ef ESA væri að taka eina ákvörðun og Samstarfsstofnun orkumála, ACER, að taka aðra ákvörðun. Það einfaldlega verður að vera eitthvað batterí sem leysir úr ágreiningi.“

Skúli sagði fyrirkomulagið sem upptaka þriðja orkupakkans í EES-samninginn byggði á, og hefði verið beitt tvisvar eða þrisvar áður, væri tilkomið vegna þess að Evrópusambandið hefði í auknum mæli falið sérstökum stofnunum þess vald á ákveðnum sviðum. Sjálft hefði sambandið upphaflega viljað að EFTA/EES-ríkin væru einfaldlega beint undir þessar stofnanir sett og bæði Norðmenn og Liechtensteinar hefðu verið reiðubúnir að fallast á það. Hins vegar hefðu íslensk stjórnvöld lagt áherslu á að byggt yrði á tveggja stoða kerfi EES-samningsins.

Ekki ESB að skapi að bara bestu molarnir séu valdir

Spurður hvað gerðist ef Alþingi tæki ákvörðun um að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af þriðja orkupakkanum sagði Skúli að það væri fyrst og fremst pólitísk spurning. Kveðið væri á um ákveðið lagalegt ferli sem færi í gang við þær aðstæður sem gæti leitt til frestunar viðkomandi viðauka, í þessu tilfelli orkumála. Vísaði hann til skýrslu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá 2012 um framkvæmd EES-samningsins til Evrópuþingsins þar sem kæmi fram að ef til slíkrar ákvörðunar kæmi „myndi Evrópusambandið sjá til þess að frestun viðauka hefði neikvæðar afleiðingar fyrir samningsaðilann.“

Þannig sagði Skúli að markmiðið hjá Evrópusambandinu væri að það hefði einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi EFTA/EES-ríki tæki það slíka ákvörðun, það er að þjóðþing þess nýtti heimild EES-samningsins og hafnaði því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna löggjafar frá sambandinu, með það fyrir augum að standa fyrir utan þá löggjöf sambandsins sem ríkið vildi ekki taka upp. Fram kemur í umræddri skýrslu að þetta kæmi þó ekki til nema viðræður um lausn málsins skiluðu ekki árangri innan tólf mánaða. Skúli sagði að það væri síðan spurning um áframhaldandi framkvæmd EES-samningsins og hvort málið hefði neikvæð áhrif á hana.

Málið gæti haft pólitískar afleiðingar sem Skúli sagðist þó ekki vilja vera með getgátur um. Með því að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara væru Íslendingar í raun að segja að þeir vildu velja „bestu molana“ úr samstarfinu og það væri Evrópusambandinu ekki að skapi. Þannig snerist EES-samstarfið um það að EFTA/EES-ríkin, þar á meðal Ísland, yrðu að kyngja því súra sem kæmi með EES-samningnum með því sæta.

Fyrirhugaðir eru frekari fundir í utanríkismálanefnd Alþingis síðar í vikunni með fleiri lögspekingum sem ritað hafa álitsgerðir um þriðja orkupakkann fyrir stjórnvöld.

Frá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun.
Frá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »

Bára braut af sér

19:37 Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt. Meira »

Verði stærsta timburhús landsins

19:24 Samkvæmt vinningstillögu fyrir skipulag á lóð við Malarhöfða og Sævarhöfða, þar sem nú er Malbikunarstöðin, er gert ráð fyrir að reisa stærsta timburhús landsins með sem samtals verður um 22 þúsund fermetrar að stærð, þar af um 17 þúsund fermetrar af íbúðum. Meira »

Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

19:08 Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Meira »

Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

18:42 Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Meira »

„Hinn besti reytingur“

18:30 „Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu.“ Meira »

Hafi enn tíma til að sjá að sér

18:19 Efling stendur fast á því að rifta kjarasamningi við hótelstjórann Árna Val Sólonsson vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni rekur. Meira »

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

17:55 „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir formaður Landverndar eftir ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að skoða aðstæður. Ljóst sé þó að góður vilji og þekking sé þó til að bregðast við. Meira »

300 íbúðir við Lágmúla

17:39 Vinningstillaga fyrir skipulag á lóð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar gerir ráð fyrir 4-8 hæða byggingu sem verður samtals 10.360 fermetrar, þar af verslanir á fyrstu tveimur hæðunum, skrifstofur á næstu tveimur og 300 íbúðir í svokölluðu „co-living“ umhverfi þar fyrir ofan. Meira »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »

Datt aldrei í hug að þagga niður

16:23 Þingmenn Miðflokksins þökkuðu starfsfólki Alþingis fyrir að hafa staðið vaktina vel undanfarna daga og nætur. Þetta kom fram undir liðnum störf þingsins en umræða um þriðja orkupakkann stóð yfir í alla nótt og fram undir morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskaði eftir betri tímastjórn. Meira »

Málsmeðferð harðlega gagnrýnd

15:44 Liðsmenn Sigur Rósar greiddu 76,5 milljónir króna vegna álagsbeitingar ríkisskattstjóra eftir að breytingar voru gerðar á opinberum gjöldum þeirra undir lok síðasta árs. Meira »

Þungbært að sitja undir ásökunum

15:30 „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis í tilefni af umræðu á þingfundi í gær þar sem því hafi verið haldið fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefði dregið sér almannafé. Meira »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
stofuskápur með glerhurðoghillum-ljósi
flottur stofuskápur með glerhurð og hillum og ljósum á 12,000 kr sími 869-2798...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...