Var í alla staði eðalmenni

Kirkjan í þorpinu Mehamn.
Kirkjan í þorpinu Mehamn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fyrrverandi vinnuveitandi Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfararnótt laugardagsins í þorpinu Mehamn nyrst í Noregi, segir hann hafa verið til fyrirmyndar. Hann hafi verið ábyrgur og skilningsríkur starfsmaður og átt auðvelt með að eiga í samskiptum við aðra. Þá hafi hann verið yfirvegaður og í alla staði eðalmenni.

Þetta hefur norki fréttavefurinn iFinnmark eftir Oddvar Jenssen sem rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn en Gísli Þór starfaði á báðum stöðum. Gísli, sem var fertugur þegar hann lést, gerði einnig út eigin bát sem Nordkyn Seafood aðstoðaði hann fjárhagslega við að eignast.

Hálfbróðir Gísla, sem er 35 ára gamall, er í vörslu lögreglu grunaður um að hafa skotið hann til bana. Annar íslenskur karlmaður, 32 ára, var einnig handtekinn grunaður um aðild að málinu. Skýrslutökur af vitnum hafa verið í gangi yfir helgina og verður haldið áfram. Meðal annars þarf að taka skýrslur af einstaklingum hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert