Játaði að hafa skotið Gísla

Dómshúsið í í Vadsø, þar sem Gunnar og meintur samverkamaður …
Dómshúsið í í Vadsø, þar sem Gunnar og meintur samverkamaður hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Ljósmynd/Andrea Dahl/iFinnmark

Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, sem grunaður er um að hafa orðið að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálf­bróður sinn í Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags, játaði að hafa orðið honum að bana þegar hann var handtekinn.

Þetta hefur fréttavefur norska dagblaðsins Verdens Gang eftir Önju M. Indbjør, lögfræðingi hjá lögreglunni í Finnmörku. „Hann greindi frá því þegar hann var tekinn, en hefur ekki verið yfirheyrður ennþá,“ sagði  Indbjør.

Gunn­ar var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna og kvaðst hann samþykkja úr­sk­urðinum þegar héraðsdóm­ari innti hann álits. Maður, sem lögregla telur samverkamann hans, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað staðfastlega að eiga neina aðild að málinu og unir ekki úrskurðinum, sem greint var frá fyrr í dag að hann hefði áfrýjað.

Gunnar hefur enn ekki verið yfirheyrður, en lögregla hefur yfirheyrt meintan samverkamann hans einu sinni. Hann „byrjaði að gefa okkur sína skýringu og mun halda því áfram á miðvikudag,“ sagði Indbjør.  Segir VG lögreglu gera ráð fyrir að hefja yfirheyrslur yfir mönnunum klukkan tíu í fyrramálið.

Þá er lögregla sögð vera að rannsaka hvort annar hvor eða báðir mannanna hafi verið undir áhrifum þegar Gísli Þór var skotinn. „Við höfum tekið blóðprufur og erum að rannsaka hvort að þeir hafi verið undir áhrifum“ sagði Indbjør.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert